fbpx
Miðvikudagur 12.desember 2018
Bleikt

Að takast á við tveggja ára: „Guð hjálpi mér ef ég slekk ljósin sjálf, sturta niður eftir mig eða loka hurðinni“

Vynir.is
Mánudaginn 6. ágúst 2018 10:00

Það er ótrúlega skemmtilegt og mjög mikil forréttindi að fá að ala upp barn. Dóttir mín er „bara“ rúmlega tveggja ára en hefur kennt mér svo ótalmargt síðan hún fæddist en hún verður 3 ára um miðjan desember. Hún er ákaflega sterkur og skemmtilegur karakter og grípur athygli fólks mjög auðveldlega.

Annað hvort fer mjög lítið fyrir henni og maður veit ekki af henni eða þá að hún stelur allri athygli sem til er. Hún er líka á mjög skemmtilegum en jafnframt krefjandi aldri núna þar sem hún er að uppgötva sjálfstæðið og að finna út hvað hún kemst upp með mikið.

Terrible two, eins og það kallast á ensku er mjög gott heiti yfir tveggja ára sjálfstæðis aldurinn. Ég meina, í guðana bænum.. Hvernig dettur þér í hug að smyrja brauðið svona en ekki hinseginn ?

Amelía er að taka þennan aldur með trompi, hún fær þó ekki að komast upp með nærrum því allt sem að hún vildi. En hún vill fá að gera sjálf og er að læra mörkin á því sem að hún getur stjórnað og hverju ekki. Hún fær til dæmis að klifra upp í bílstólinn sinn sjálf þar sem að henni finnst það svaka sport.

Guð hjálpi mér samt ef að ég slekk ljósin sjálf, sturta niður eftir mig eða loka hurðinni.. Hún vildi fá að gera það ! Og yfirleitt fylgir mjög dramatísk sena þar á eftir…

Þetta gengur samt yfir og við tekur sennilega enn skemmtilegra og krefjandi tímabil sem verður gaman að takast á við.

Einhver sagði við mig að tveggja ára aldurinn væri einnig þekktur sem gjörgæslu aldurinn. 
Þar sem maður þarf að fylgjast með öllu sem börnin gera svo að þau slasi sig ekki.

Færslan er skrifuð af Katrínu Helgu og birtist upphaflega á Vynir.is

Vynir.is
Við erum nokkrar stelpur sem að skrifum inn á vynir.is! Katrín Helga, Kristín, Helga Rut, Agnes, Laufey Inga, Aníta Rún, Stefanía Hrund & Árný Hlín.
Síðan okkar er fyrst og fremst byggð á húmor, vináttu, afþreyingu, uppskriftum, matseðlum og persónulegum færslum úr okkar lífi.
Við erum tiltölulega ný í blogg heiminum og hlakkar okkur mikið til komandi tíma.
Vynir.is eru á Facebook : https://www.facebook.com/vynir.is/
Og Instagram: https://www.instagram.com/vynir.is/
www.vynir.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 1 viku

Hera landaði burðarhlutverki í Hollywood-stórmynd gegnum Skype

Hera landaði burðarhlutverki í Hollywood-stórmynd gegnum Skype
Bleikt
Fyrir 1 viku

Stjörnupörin sem skilja ekki: Þetta eru leyndarmálin á bak við farsælt samband

Stjörnupörin sem skilja ekki: Þetta eru leyndarmálin á bak við farsælt samband