fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Evu leið alltaf vel með útlit sitt, þar til hún léttist: „Í stað þess að gleðjast, dæmdi ég mig fyrir að eiga eftir að missa nokkur kíló“

Mæður.com
Laugardaginn 4. ágúst 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að ég var ungabarn hef ég alltaf verið of þung.
Ég hef aldrei verið í kjörþyngd og það hefur aldrei truflað mig.
Ég var lögð í mikið einelti á mínum yngri árum fyrir það að vera of ,,feit“ – en ég sá ekki þyngdina mína svo ég skildi aldrei hvað fólk var að gagnrýna.

Ég var samt alltaf miklu stærri en stelpur á mínum aldri, varð kynþroska miklu fyrr og þroskaðist fyrr en hinir. Ég var alltaf sú hæsta í bekknum, en ég hef ekkert stækkað síðan í 6 bekk.

Ég þyngdist svo líklega um 40 kg þegar ég var ólétt af Róbert Leó, en sjálf sá ég aldrei þessi 40 kg utan á mér og mér leið alltaf vel með útlitið mitt.
Ég slitnaði líka rosalega mikið á þeirri meðgöngu og fannst alltaf gott að geta sagt ,,ég fæddi barn“ svo fólk myndi hætta að stara.

Leið alltaf vel með útlit sitt, þar til hún léttist

Á öllum þeim árum sem ég hef verið til hefur þyngd mín aldrei hamlað mér, fyrr en í dag.

Það er nefnilega þannig, að þegar ég var ólétt af Nadiu var ég rosalega veik og léttist um 20 kg.
Ég er nýrnasjúklingur og var lögð oftar inn en ég kæri mig um að muna, Nadia stækkaði illa, ég átti virkilega erfitt með að borða og var aldrei svöng.
Læknar og ljósmæður höfðu áhyggjur af mér, en ekki ég. Þarna fyrst gerði ég mér grein fyrir því hversu rosalega stór ég var og gerði allt til þess að passa mig að þyngjast ekki.
Í fyrstu mæðraskoðuninni var ég 92 kg, þegar ég kom heim af fæðingardeildinni var ég 72,3 kg.

Og síðan þá hef ég dæmt sjálfan mig, útlit mitt og þyngd mína.
Ég hef þyngst um 4 kg, misst 3 kg, þyngst um 5 kg, misst 1 kg og svoleiðis rokka ég fram og til baka alla mánuðina og á meðan dæmi ég mig.
Vigtin okkar er minn versti óvinur en ég stíg á vigtina eftir hvert skipti sem ég borða, sem er sjaldan því mér hefur ekki enn þá tekist að finnast matur góður.

Getur ekki leyft fólki að sjá þig svona

Ástæðan fyrir því að ég skrifa þetta er sú að ég ,,neyddist“ til þess að kaupa mér bikiní.
Sundbolurinn sem mig langaði í var ekki til í minni stærð og Róbert Leó er búinn að vilja fara í sund í allt sumar. Ég ákvað því að láta bikiní. Ég hef aldrei notað bikiní og ætlaði mér aldrei að sjást í bikiní. En hvað gerir maður ekki fyrir börnin sín.

Ég stóð í mátunarklefanum, í bikiní og var gráti næst.
,,Þú getur ekki leyft fólki að sjá þig svona Eva Rún!“
Ég sendi Alexander mynd af mér, hringdi svo í hann og sagði honum að þetta gæti ég ekki keypt. Það sást öll appelsínuhúðin mín, öll slitin mín, öll aukakílóin mín og stóru lærin mín.
Þarna, akkúrat á þessu augnabliki stoppaði ég – horfði á myndina sem ég tók og sá hversu virkilega brenglaðar hugsanir ég hef verið með.

Í stað þess að gleðjast yfir því hversu langt ég hef komist, þá dæmdi ég sjálfan mig fyrir að eiga enn þá eftir að missa nokkur kg.
Í mátunarklefa í Lindex ákvað ég að hætta að dæma útlitið mitt og líkama.

Ég er 23 ára, tveggja barna móðir – ég hef gengið með 2 börn í 9 mánuði og það sést á mér.
Ég er ansi stolt.

Færslan er skrifuð af Evu Rún og birtist upphaflega á Mæður.com

Hægt er að fylgjast með Evu á Snapchat og Instagram undir notandanafninu: evarun95

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag

Besta deild kvenna fer af stað með látum á sunnudag
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“

Garnacho bað Ten Hag afsökunar – „Hann verður að læra mikið og hratt“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“

Baldur um ófrægingarherferð gegn sér: „Þetta hefur engin áhrif á okkur Felix“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök

Leikmaður United ákærður fyrir tvö brot – Mætti fyrir dómara í dag en neitar sök
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“

Lögreglan hefur heimsótt heimili hans fjórum sinnum á þremur dögum – „Velkomin til Norður-Kóreu“
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Hartman í Val

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.