fbpx
Bleikt

Zombie Boy fyrirsætan Rick Genest látinn – Lady Gaga í uppnámi

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 3. ágúst 2018 10:57

Listamaðurinn, leikarinn og fyrirsætan Rick Genest sem var þekktastur fyrir mögnuð húðflúr sín og framkomu sína í tónlistarmyndböndum Lady Gaga fannst látin á heimili sínu.

Rick Genest sem var einungis 32 ára gamall er talinn hafa framið sjálfsvíg en þó á eftir að staðfesta það samkvæmt Metro.

Söngkonan Lady Gaga og Rick voru góðir vinir og var hún ein af þeim fyrstu sem tjáðu sig um andlát hans opinberlega:

„Sjálfsvíg vinar míns Rick Genest, Zombie Boy, er hrikalegt. Við þurfum að vinna harðar í því að breyta menningu okkar og setja andlega heilsu fremst á listann. Við þurfum að eyða þessari slæmu stimplun  sem við megum ekki tala um. Ef þér líður illa, hringdu þá í vin eða fjölskyldumeðlim í dag. Við verðum að bjarga hvort öðru.“

 

 

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV. Hún hefur stundað nám við félagsfræði, fjölmiðlafræði, leikstjórn og framleiðslu.

Netfang: anita@pressan.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Þriggja mánaða sonur Maríu Gróu er með kíghósta – Biðlar til fólks að bólusetja börnin sín

Þriggja mánaða sonur Maríu Gróu er með kíghósta – Biðlar til fólks að bólusetja börnin sín
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Ellen hélt óhefðbundna kynjaveislu sem vakið hefur athygli um allan heim

Ellen hélt óhefðbundna kynjaveislu sem vakið hefur athygli um allan heim
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Giftu sig sem Bósi ljósár og Viddi – Gestirnir í Disney búningum

Giftu sig sem Bósi ljósár og Viddi – Gestirnir í Disney búningum
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Svona getur neysla fíkniefna farið með þig – Fyrir og eftir myndir

Svona getur neysla fíkniefna farið með þig – Fyrir og eftir myndir