fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Bleikt

Katrín Helga: „Elsku systir það er þyngra en tárum taki að horfa á alla í kringum þig detta niður með þér“

Vynir.is
Föstudaginn 3. ágúst 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég veit að lífið getur verið ósanngjarnt og þér finnst eins og að ekkert gangi þér í hag. Ég veit að lífið hefur verið þér erfitt og að þú þarft að berjast við lífið hvern einasta dag. Ég veit að verkefni lífsins hefur gengið fram af sumum og að við erum misjafnlega vel byggð til þess að taka þeim áskorunum sem að dagarnir gefa okkur.

En ég veit líka að þú ert hugrakkari en þú trúir

Ég veit að þú ert sterkari en þú virðist og klárari en þú heldur.

Elsku systir mín ég veit að við erum ekki alltaf sammála með allt. Ég veit að við höfum misjafnar skoðanir og sjáum hlutina öðruvísi.

En ég vona að þú getir fundið það í þér að fá hjálp með það sem að þú getur ekki breytt. Fáir styrk til þess að viðurkenna fyrir sjálfri þér vandamálin sem eru svo áþreifanleg að þau hafa áhrif á alla. Ég vona að þú sjáir að það sem að aðrir gera fyrir þig er gert af væntumþyggju og með þína velferð í fyrirrúmi.

Ég vona að þú getir gert það fyrir þig og fyrir aðra sem eru nánir þér.

Ég er svo heppin að eiga þig elsku systir, en það er þyngra en tárum taki að horfa á alla í kringum þig detta niður með þér.

Við erum heppnar með lífið

Við erum svo heppnar með það að eiga góða foreldra, foreldra sem að hafa alltaf sett okkur í fyrsta sæti.

Við erum hins vegar orðnar fullorðnar og þurfum nú að leyfa þeim að vera í fyrsta sæti.

Elsku systir mín gerðu það fyrir þig að reyna að láta þér líða vel og sætta þig við að þú getir ekki tekið við öllum áhyggjum lífsins á herðar þér. Stundum þurfum við bara að sætta okkur við og þyggja þá hjálp sem að við þurfum svo að við brjótum ekki aðra í kringum okkur.

Færslan er skrifuð af Katrínu Helgu til systur sinnar og birtist upphaflega á síðunni Vynir.is

Vynir.is
Við erum nokkrar stelpur sem að skrifum inn á vynir.is! Katrín Helga, Kristín, Helga Rut, Agnes, Laufey Inga, Aníta Rún, Stefanía Hrund, Árný Hlín, Svandís Þóra & Sigurrós Ösp.
Síðan okkar er fyrst og fremst byggð á húmor, vináttu, afþreyingu, uppskriftum, matseðlum og persónulegum færslum úr okkar lífi.
Við erum tiltölulega ný í blogg heiminum og hlakkar okkur mikið til komandi tíma.
Vynir.is eru á Facebook : https://www.facebook.com/vynir.is/
Og Instagram: https://www.instagram.com/vynir.is/
www.vynir.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.