fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Bleikt

Staðreynd eða goðsögn? Allt sem þú þarft að vita um blæðingar

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 2. ágúst 2018 14:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er það satt að ef konur eyða miklu tíma saman þá samstillist tíðahringur þeirra? Eða er það satt að blæðingar stöðvist þegar konur eru í vatni? Það hlýtur að minnsta kosti að vera satt að ekki sé hægt að verða ólétt á meðan á blæðingum stendur? Eða hvað?

Huffington tók saman lista af 21 staðreyndum sem flestar konur ættu að kannast við að hafa heyrt, en eru þær allar réttar?

Lagast túrverkir þegar þú hreyfir þig?

Svar: Þeir gætu gert það

Rannsóknir hafa ekki geta sýnt nákvæmar niðurstöður á því að túverkirnir minnki ef konur hreyfa sig. Hins vegar segja margir sérfræðingar að konur hafi greint frá því að hreyfingin hjálpi þeim að takast á við verkina. Hver kona er aftur á móti misjöfn og er það því mjög persónubundið. Það er þó mikilvægt að hreyfa sig ekki of mikið og taka tillit til þess að líkaminn þarf líka hvíld á meðan á blæðingum stendur.

Day Valentine GIF - Find & Share on GIPHY

Getur röddin á þér hljómað öðruvísi þegar þú ert á blæðingum?

Svar: Já

Ótrúlegt en satt þá staðfesti rannsókn frá árinu 2011 það að röddin í konum geti breyst umtalsvert á meðan a blæðingum stendur.

Ættu konur að sleppa því að synda í sjónum þegar þær eru á blæðingum vegna hættu á hákarlaárás?

Svar: Nei, þú ættir að vera í góðum málum.

Það er satt að blóð laðar hákarla að en hins vegar nota flestar konur túrtappa þegar þær synda og koma þeir í veg fyrir að blóðið leki út. Það hefur að minnsta kosti aldrei verið skráð nein hákarlaárás á konu vegna þess að hún var á blæðingum.

Stoppa blæðingarnar virkilega í vatni?

Svar: Nei

Legið í konum hættir ekki að framleiða blóð á meðan þær eru í vatni. Hins vegar getur hægt að blóðflæðinu rétt á meðan konan er í vatninu og einnig getur vatnið haft þau áhrif á blóðið komist ekki út. Það getur því ollið nokkuð miklum leka þegar konan stendur svo upp úr vatninu.

Music Video Hello GIF - Find & Share on GIPHY

Er öruggt að sleppa blæðingum?

Svar: Já

Það er algjörlega í lagi og mjög heilbrigt að sleppa blæðingum af og til. Hugsaðu þér bara hvað þú sparar mikinn pening á því að sleppa því að kaupa þær túrtappa og dömubindi? Ef konur eru á hormónavörnum er ekkert mál fyrir þær að sleppa blæðingum eins og þær vilja. Hins vegar ef konur eru ekki á hormónavörn, eru kynferðislega virkar og sleppa blæðingum. Þá gæti verið gott að taka óléttupróf.

Geta blæðingar haft áhrif á kreditkortareikning þinn?

Svar: Já – Og ekki bara af því að þú kaupir þér svo marga túrtappa.

Rannsókn hefur sýnt fram á að konur eru líklegri til þess að verða hvatvísar í innkaupum á blæðingum.

Þegar þú ert á blæðingum, getur blætt frá öðrum líkamspörtum heldur en frá leginu?

Svar: Já, en það er mjög sjaldgæft.

 Konur með Endómetríósu geta einnig upplifað blóðnasir þegar þær eru á blæðingum. Þetta gerist vegna þess að Endómetríósan getur orðið til á öðrum stað í líkamanum heldur en leginu. Til dæmis lungum og nefholum.

Er það satt að þegar konur eru á blæðingum þá geti það ýtt undir einkenni astma?

Svar: Já

Ef þú ert með astma, þá gætir þú hafa tekið eftir því að einkennin versna oft í kringum blæðingar.

Sick Tom Hanks GIF - Find & Share on GIPHY

Getur þú orðið ólétt á meðan þú ert á blæðingum?

Svar: Já það er möguleiki.

Sæði getur lifað af í um fimm daga í legi konunnar. Konur sem hafa í kringum 28-30 daga tíðahring eru ekki með miklar líkur á því að verða óléttar á meðan á blæðingum stendur en konur sem upplifa skemmri tíðahring en 28 daga eiga meiri líkur á því að verða óléttar á meðan þær eru á blæðingum.

Getur blæðing verið merki um það að kona sé ólétt?

Svar: Já.

Þegar fóstur festir sig í leghálsinum þá getur það leitt af sér stutta blæðingu. Því er alltaf öruggast að taka óléttupróf ef þér finnst blæðingin hafa verið óvenjulega lítil eða stutt.

Samstillir tíðahringurinn þinn sig virkilega saman við tíðahring vinkvenna þinna?

Svar: Nei, reyndar ekki.

Sumar konur hafa sagt það að þegar þær eyði miklum tíma með vinkonum sínum þá samstilli tíðahringur þeirra sig. Það eru þó engar rannsóknir sem sýna fram á þetta þrátt fyrir að þetta hafi verið kannað. Þetta er því líklega tilviljun.

Jennifer Aniston Drinking GIF - Find & Share on GIPHY

Þegar þú ert á blæðingum, er líkami þinn þá að hreinsa sig?

Svar: Alveg klárlega ekki.

Að fara á blæðingar er merki um það að frjóvgun hafi ekki átt sér stað.

Þarft þú að takast á við miklar blæðingar?

Svar: Nei, og ef svo er láttu þá kíkja á þig hjá kvensjúkdómalækni.

Mjög miklar blæðingar geta verið merki um að eitthvað sé ekki í lagi. Best er að fara til kvensjúkdómalæknis sem á að geta greint vandamálið og aðstoðað þig í framhaldi.

Er slæmt að stunda kynlíf á meðan þú ert á blæðingum?

Svar: Alls ekki.

Það gæti orðið svolítið subbulegt en blæðingar ættu samt ekki að stöðva þig frá því að hafa gaman með makanum þínum ef ykkur langar það.

Upplifa konur svokallaða heilaþoku þegar þær eru á blæðingum?

Svar: Já.

Estrogen magn kvenna lækkar í líkamanum nokkrum dögum fyrir blæðingum og á meðan á þeim stendur. Þegar það gerist geta konur fundið fyrir því að þær eiga erfitt með að einbeita sér.

Getur þú upplifað blóðleysi þegar þú ert á blæðingum?

Svar: Já.

Venjulegar blæðingar eru í kringum 30 millílítrar eða um tvær matskeiðar. En þær geta orðið mikið meira. Ef kona missir meira en 80 millílítra af blóði þá getur það ollið blóðleysi í líkamanum.

Munu blæðingar þínar stöðvast ef þú ert of grönn?

Svar: Já.

Konur þurfa að hafa ákveðna fituprósentu á líkamanum til þess að hafa blæðingar.

Er það blóð sem kemur þegar kona er á blæðingum öðruvísi heldur en annað blóð?

Svar: Nei.

Blóð er blóð.

Hefur veðrið áhrif á það hversu miklar blæðingar þú upplifir?

Svar: Já.

Rannsókn frá árinu 2011 sýnir fram á það að virkni eggjastokkana er meiri á sumrin heldur en á veturna. Sól og hiti getur því orsakað það að konur fái oftar egglos og getur tíðahringur þeirra því styst.

Ef þú ert með óreglulegar blæðingar, munt þú þá eiga í erfiðleikum með að verða ólétt?

Svar: Ekki endilega.

Ekki hafa áhyggjur ef þú ert með óreglulegar blæðingar. Talaðu við kvensjúkdómalækni þinn þar sem það geta verið fleiri en ein ástæða fyrir því. Það þarf ekki að vera að þú munir eiga í erfiðleikum með að verða ólétt.

Er það slæmt ef tíðahringurinn þinn er lengri en 28 dagar?

Svar: Nei, það getur verið alveg eðlilegt.

Venjulegur tíðahringur getur verið allt frá 21 til 35 daga langur. 28 dagar eru því meðaltalið.

Er það satt að blæðingarnar sem þú færð á meðan þú ert á hormónavörn séu í raun ekki alvöru blæðingar?

Svar: Tæknilega séð, já.

Þetta eru jú raunverulegar blæðingar sem þú ert að upplifa en þær eru ekki að koma vegna þess að líkaminn er að losa sig við ófrjóvgað egg.

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Kristín Rut var á geðdeild með nýfætt barn: „Langaði helst að drepa sjálfa mig og hana“

Kristín Rut var á geðdeild með nýfætt barn: „Langaði helst að drepa sjálfa mig og hana“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán: „Allar konur vilja gjafir og rómantík, þó þær séu rauðsokkur“

Ásdís Rán: „Allar konur vilja gjafir og rómantík, þó þær séu rauðsokkur“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Taktu prófið: Aðeins fólk með háa greindarvísitölu nær öllu rétt

Taktu prófið: Aðeins fólk með háa greindarvísitölu nær öllu rétt
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Flugfreyja selur fallega íbúð: 66 fermetrar á 35 milljónir

Flugfreyja selur fallega íbúð: 66 fermetrar á 35 milljónir
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Þóttist hafa gengið undir róttæka lýtaaðgerð og plataði mörg hundruð þúsund manns – „Þú ættir að drepa þig“

Þóttist hafa gengið undir róttæka lýtaaðgerð og plataði mörg hundruð þúsund manns – „Þú ættir að drepa þig“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Lára fór til lýtalæknis eftir atvik í Versló: Kennari notaði nefið sem sýnishorn

Lára fór til lýtalæknis eftir atvik í Versló: Kennari notaði nefið sem sýnishorn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.