fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Bleikt

Ólafía Gerður upplifði samviskubit þegar stjúpfaðir hennar lést: „Einn daginn mun ég hitta þig aftur pabbi, þegar minn tími kemur“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 2. ágúst 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þann 23. maí árið 2015 var einn erfiðasti dagur sem ég hef upplifað. Þennan dag lést stjúppabbi minn sem var mér eins og faðir.“ Á þessum orðum hefur Ólafía Gerður færslu sína á Mæður þar sem hún gerir upp erfiða lífsreynslu.

Ólafía Gerður

Ólafía sem alltaf hefur verið kölluð Fía var sextán ára gömul þegar stjúpfaðir hennar lést. Eftir andlát hans upplifði hún mikið samviskubit sem hún vinnur enn á enn þann dag í dag.

„Ástæðan fyrir samviskubitinu var vegna þess að ég var svo oft reið og pirruð út í hann. Ég var ung og vitlaus og líkaði ekki við reglurnar sem hann og mamma settu fyrir mig. Í dag er ég nýbúin að losna við samviskubitið en það kemur þó upp einu sinni og einu sinni.“

Gleymir seint högginu þegar hún fékk fréttirnar

Stjúpfaðir Fíu var sjómaður og í ágúst árið 2014 þegar hann var á túr fékk hann skyndilega rosalega illt í magann.

„Þegar þeir komu í land fór hann upp á spítala í margar rannsóknir. Ég var að klára lokapróf í skólanum í desember þegar frænka mín hringir í mig og segir mér að hann sé með illkynja krabbamein í brisinu. Ég man enn þá höggið sem ég fékk í magann af hræðslu eftir þessar fréttir.“

Fía segist hafa mjög blendnar tilfinningar til lyfjameðferða í dag.

„Hann fór í lyfjameðferð sem átti að gefa honum nokkra mánuði í viðbót. Mér finnst lyfjameðferðir frábærar ef möguleikarnir eru þeir að fólk fái nokkur ár í viðbót en þegar það eru einungis tveir til þrír mánuðir þá er ég ekki hrifin. Hann var veikur og rúmliggjandi allan tímann. Lyfjameðferðin fór svo illa í hann að hann þurfti að leggjast niður strax eftir kvöldmat á aðfangadag og gat ekki verið með okkur og notið restina af kvöldinu.“

Fannst meðvitundarlaus í sófanum

Daginn eftir aðfangadag var fjölskyldunni boðið í jólaboð rétt hjá Borgarnesi. Stjúpfaðir Fíu gat ekki farið með en krafðist þess að fjölskyldan færi samt.

„Mamma mín var að farast úr áhyggjum allan tímann. Hún hringdi í góðan fjölskylduvin og bað hann um að fara og kíkja á hann. Þá var pabbi meðvitundarlaus í sófanum heima, það var hringt á sjúkrabíl og brunað með hann í bæinn til þess að láta kíkja á hann.“

Í ljós kom að stjúpfaðir Fíu var rosalega veikur eftir lyfjameðferðina.

„Næstu mánuði var hann inn og út af spítalanum og seinustu vikurnar voru hann og mamma bara þar. Hann svaf mjög mikið og var slappur. Nokkrum dögum áður en hann lést þá var hann vakandi allan daginn. Kom fram og spjallaði, sagði brandara og hló. Læknirinn og presturinn sögðu að þetta væri síðasta orkan að fara úr honum.“

Eins og hann hafi beðið eftir því að vera einn með móður hennar

Daginn sem stjúpfaðir Fíu lést var hún stödd heima hjá sér að passa litla bróður sinn sem var einungis þriggja ára og systur sína sem þá var tólf.

„Það komu allir heim nema mamma til þess að fara í sturtu og skipta um föt. Þau ætluðu svo aftur upp á spítala en það voru margir sem komu og voru með okkur. Mamma hringdi í ömmu mína og sagði að eitthvað hefði gerst. Þegar þau komu aftur upp á spítala var hann farinn. Það var eins og hann hefði beðið eftir því að vera einn með mömmu áður en hann fór.“

Fía segir að það líði ekki dagur í lífi hennar þar sem hún hugsar ekki til hans.

„Hann var ekki bara stjúppabbi minn, hann var pabbi minn. Hann hjálpaði mér mikið og var alltaf til staðar. Ég vildi óska þess að hann fengi að kynnast kærasta mínum og dóttur og fengi að njóta tímans með henni. Einn daginn mun ég hitta þig aftur pabbi, þegar minn tími kemur.“

 

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.