fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Bleikt

Heiðrún Gréta glímir við alvarleg andleg veikindi vegna eineltis: „Oft var ég króuð af og grýtt með steinum“

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 1. ágúst 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alveg síðan Heiðrún Gréta man eftir sér hefur hún glímt við ýmis andleg veikindi. Hún hefur verið með alvarlegt þunglyndi síðan hún var barn, mikinn og slæman órökréttan kvíða, aðskilnaðarkvíða, félagskvíða vegna mikils eineltis ásamt því að vera með fæðingarþunglyndi.

„Þetta er eitthvað sem ég hef skammast mín fyrir lengi en það er kominn tími til að takast á við þetta og stíga áfram í lífinu,“ segir Heiðrún Gréta í einlægri færslu sinni á Mæður.com

Var króuð af og grýtt með steinum í grunnskóla

„Í grunnskóla var ég lögð í slæmt einelti og hef því alltaf átt erfitt með að eignast vini eða treysta fólki. Þegar það var verst var ég oft króuð af, var skotin með loft byssu, sett dauð dýr í póstkassann minn, grýtt með steinum og þegar ég varð eldri breyttist það í munnlegt ofbeldi. Oftast var þetta frá fólki sem þóttust vera vinir mínir sem varð til þess að ég á mjög erfitt með að eignast vini í dag eða treysta því að fólk vilji yfirhöfuð vingast við mig. Mér finnst ég aldrei passa neinstaðar inn og finnst mér ég ekki vera nægilega góð fyrir það sem ég hef. Hvort sem það er vinna, vinir eða eitthvað annað.“

Þegar Heiðrún var ólétt af dóttur sinni veiktist hún mjög illa og varð það sem átti að teljast yndislegasti tíminn í lífi hennar orðinn að algjörri matrtöð.

„Áður en að stelpan mín fæddist þufti ég að fara í 3 aðgerðir og ég lá inni á landspítalanum í að meðaltali 2 mánuði á meðan ég var ólétt og svo þrjá mánuði eftir að ég stelpan mín fæddist. Í kjölfarið á veikindunum fékk ég ótrúlega mikið og slæmt fæðingarþunglyndi.“

Gerði allt til þess að forðast það að vera ein með dóttur sína

Heiðrún gerði sér fulla grein fyrir því að líðan hennar væri ekki eðlileg en hún reyndi samt eftir besta megni að ýta tilfinningunum frá.

„Ég átti rosalega erfitt með að viðurkenna fyrir sjálfri mér að það væri eitthvað að. Einkennin eru aldrei eins, en mín einkenni voru aðallega mikil depurð, ég var alltaf pirruð eða leið og grét yfir öllu. Ég átti erfitt með að koma mér fram úr rúminu og jafnvel einföldustu athafnir, eins og að fara í sturtu, greiða á mér hárið, bursta tennurnar og fleiri voru ótrúlega erfið og mér kveið rosalega fyrir þeim.“

Þegar fæðingarþunglyndi Heiðrúnar var sem verst reyndi hún allt sem hún gat til þess að forðast það að vera ein með dóttur sína og sökkti sér því í mikla vinnu.

„Í dag veit ég ekkert betra en að koma heim og fá knús frá börnunum mínum, lesa fyrir stelpuna mína, púsla eða mála mynd. Ég er ennþá að glíma við þunglyndi að einhverju leiti. Ég glími ennþá við sömu vandamál og ég gerði enda leitaði ég mér aldrei hjálpar fyrr en núna. Ég á góða daga en upp á móti á ég daga þar sem ég er í algjörri lægð sem á sér enga ástæðu.“

Gott stuðningsnet getur bjargað lífi

Heiðrún er í dag í reglulegum viðtölum hjá sálfræðing sem hjálpar henni bæði við fæðingarþunglyndið ásamt því að vinna í öllum hennar vandamálum.

„Ég viðurkenni að ég mætti vera duglegri við að mæta í þá tíma. En maður tekur víst bara eitt skref i einu. Skref númer eitt er alltaf að viðurkenna að eitthvað sé ekki rétt.“

Heiðrún segir að þrátt fyrir andlegu veikindi sín sem hún hefur borið með sér alla ævi, sé hún ótrúlega heppin.

„Ég er í góðri vinnu, á frábæra vini, yndisleg börn og mann sem elskar mig og styður mig í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Gott stuðningsnet er að mínu mati nauðsynlegt. Gott stuðningsnet getur bjargað lífi.“

Hægt er að fylgjast með Heiðrúnu á Instagram undir notandananafninu: heidrun.greta

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.