fbpx
Bleikt

Barnungar á Instagram – Jare 5 ára sögð fallegasta barn í heimi

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 29. júlí 2018 21:00

Jare, sem er aðeins 5 ára, hefur rakað inn fylgjendum á Instagram eftir að myndir af henni voru birtar þar.

Hefur Jare verið kölluð „engill,“ „fallegasta barn í heimi,“ „dúkkuleg,“og „gullfalleg.“

View this post on Instagram

Beautifully captured by @mofebamuyiwa

A post shared by Joba, Jomiloju & Jare Ijalana (@the_j3_sisters) on

Mofe Bamuyiwa brúðkaupsljósmyndari sem búsett er í Lagos í Nígeríu birti í síðustu viku myndir af Jare, en þær voru hluti af nýju verkefni hjá Bamuyiwa. Myndirnar hafa fengið tugþúsund „like“ og hundruðir athugasemda um útlit barnsins.

„Hún er of falleg fyrir þennan heim. OMG,“ skrifar einn á meðan annar skrifar, „Hún er gullfalleg lítil stúlka.“

Myndirnar minna á þá athygli sem myndir af hinni sex ára gömlu Thylane Blondeau vöktu. Hin franska Blondeau varð í kjölfarið, aðeins tíu ára gömul, yngsta fyrirsætan sem birst hefur í franska Vogue.

Jare er ekki fyrirsæta að atvinnu, en segist Bamuyiwa hafa hvatt móður hennar til að stofna Instagramsíðu fyrir hana og systur hennar, Jomi, sjö ára, og Joba, tíu ára, en systurnar þrjár hafa allar sterk og sérstök andlitseinkenni og sitja reglulega fyrir.

Þegar The Sun fjallaði um systurnar fyrir þremur dögum voru þær með 6 þúsund fylgjendur og fjórar myndir á Instagram, þegar þetta er skrifað eru þeir komnir í 72 þúsund og myndirnar orðnar ellefu talsins.

Aðspurð um þá athygli sem myndirnar hafa vakið svarar Bamuyiwa: „Ég vil bara að allir geti séð möguleika Jare.“

Þetta er myndin sem gerði Blondeau fræga þegar hún var aðeins sex ára, í dag er hún þekkt fyrirsæta og þakkar myndunum frá því hún var barnung fyrir að hún er í dag með 2,3 milljón fylgjenda á Instagram.

View this post on Instagram

17 !!!!!! 💋🎊🎁🎂

A post shared by Thylane 5 (@thylaneblondeau) on

Anastasia Knyazeva var einnig sögð fallegasta barn í heimi þegar myndir af henni komu á Instagram. Hún hefur þegar leikið í auglýsingaherferðum fyrir þekkt rússnesk vörumerki eins og Chobi Kids og er með með 1,2 milljón fylgjenda á Instagram, sem fannst að “dúkkulegu útliti hennar.

Móðir hennar sér um Instagram síðu hennar og hefur birt reglulega myndir af dóttur sinni síðan í júlí árið 2015 þegar hún var aðeins fjögurra ára gömul.

Ragna Gestsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Þriggja mánaða sonur Maríu Gróu er með kíghósta – Biðlar til fólks að bólusetja börnin sín

Þriggja mánaða sonur Maríu Gróu er með kíghósta – Biðlar til fólks að bólusetja börnin sín
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Ellen hélt óhefðbundna kynjaveislu sem vakið hefur athygli um allan heim

Ellen hélt óhefðbundna kynjaveislu sem vakið hefur athygli um allan heim
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Giftu sig sem Bósi ljósár og Viddi – Gestirnir í Disney búningum

Giftu sig sem Bósi ljósár og Viddi – Gestirnir í Disney búningum
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Svona getur neysla fíkniefna farið með þig – Fyrir og eftir myndir

Svona getur neysla fíkniefna farið með þig – Fyrir og eftir myndir