fbpx
Bleikt

Fnjósk gefur út plötu: Sækir innblástur í sára reynslu af einelti og sjálfsvígshugsunum

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 27. júlí 2018 17:00

„Ég er með vandamál í sálinni, eins og flestir. Ég hef marga komplexa, hef upplifað ýmislegt og ekkert liðið alltof vel í eigin skinni, en ég held að allir upplifi komplexa að einhverju marki,“ segir Bjarney Anna Jóhannesdóttir, 26 ára gömul tónlistarkona frá Akureyri sem gengur undir listamannsnafninu Fnjósk.

Bjarney hefur sérlega gaman af tónlistarlegum tilraunum og óhefðbundinni sköpun með einlægum hætti. Nýlega gaf hún út plötuna Who are You? sem hún segir koma beint frá hjartanu og sé mikið ævintýri, enda eru undirliggjandi þemu laganna um brotna sjálfsmynd, einelti og sjálfsuppgötvun, svo dæmi séu tekin, og sækja í margar erfiðar minningar sem tónlistarkonan hefur tekist á við.

Þetta er brot úr stærra viðtali í helgarblaði DV.

„Mér finnst auðveldara að tjá mig með tónlist en hefðbundnum orðum,“ segir Bjarney. „Stundum veit ég ekki hvort ég sé hreinlega þess virði að vera til. Þá fer ég að semja lög og þá líður mér eins og það sé þess virði. Eins og með svo margt annað í tónlist, annaðhvort líkar fólki það sem ég hef að segja með tónlistinni eða ekki. Fólk tengir sig annaðhvort við þetta eða ekki. Ég fór ekki í tónlistina vegna þess að mig langaði til þess að vera fræg, heldur því mér fannst ég þurfa að gera hana. Það er bara stór hluti af því hvernig ég er, að gera tónlist.“


Tengir sig ekki við meginstrauminn

Bjarney var í kringum fimmtán ára aldurinn þegar hún byrjaði að sýna tónsmíði áhuga. Hún hefur þróað sinn stíl og eigin rödd síðan en segir ýmislegt hafa breyst á þessum tíma. Árið 2013 gaf hún út diskinn Rat Manicure undir nafninu Sockface og hélt þá einnig listsýningu um plötuna. En listakonan segist alveg vera á þrotum hvað lýsingu varðar ef hún ætti að skýra hvaða tónlistarstefnu hennar stíll tilheyrir.

„Það er svo mikil sjálfsúrvinnsla og tjáning sem fer í tónlistarsköpunina að það er erfitt að setja tónlistina í einhvern dálk. Ég þekki ekki nógu mikið á sjálfa mig til þess að setja mínar tilfinningar í hólf,“ segir Bjarney.

„Tónlistarstefnur eru svo afmarkaðar, en mér finnst gott að gera tilraunir og prófa nýja hluti. Ég reyni að leggja mikið í textasmíðina, þannig að hún hafi mikla þýðingu í tónlistinni. Það skiptir mig máli að textinn sé ekki bara ástarlag til engrar manneskju. Fólki finnst yfirleitt þægilegt að hlusta á tónlist sem fylgir ákveðnum stefnum, en það á ekki við um mig þótt ég væri til í það. Ég bara get það ekki.“

Bjarney segir það alls ekki vera meðvitaða ákvörðun um að synda á móti straumnum en telur sig ekki geta samið lög sem allir eða hver sem er nær samstundis tengingu við. „Ég er rosalega léleg í því, því það lenda ekkert allir í sömu upplifun,“ segir hún.

Tómas Valgeirsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Arnar reynir að taka alvarlegt viðtal við tvíburabróður sinn – Útkoman er sprenghlægileg

Arnar reynir að taka alvarlegt viðtal við tvíburabróður sinn – Útkoman er sprenghlægileg
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Góð ráð Svandísar um lestarferð í Evrópu: „Ef eitthvað virkar of gott til að vera satt – þá er það of gott til að vera satt“

Góð ráð Svandísar um lestarferð í Evrópu: „Ef eitthvað virkar of gott til að vera satt – þá er það of gott til að vera satt“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Þrífætta, eyrnalausa kanínan Mimi á allskonar hekluð gervieyru

Þrífætta, eyrnalausa kanínan Mimi á allskonar hekluð gervieyru
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Dagbjört misbauð sjálfri sér með áfengisneyslu: „Fljótlega fór þörfin til þess að deyfa mig með víni vaxandi“

Dagbjört misbauð sjálfri sér með áfengisneyslu: „Fljótlega fór þörfin til þess að deyfa mig með víni vaxandi“