fbpx
Miðvikudagur 12.desember 2018
Bleikt

Einstæð móðir með tvö börn í uppnámi: „Er þetta velferðarsamfélagið sem við teljum okkur lifa í?“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 27. júlí 2018 18:00

Frétt DV um Guðnýju, einstæða móður fjögurra barna sem neyddist til þess að flytja með tvö yngstu börn sín á tjaldsvæði í Reykjavík vegna húsnæðisskorts hefur vakið mikla athygli undanfarna daga.

Sjá: Guðný býr í tjaldi í Reykjavík með langveikan son sinn og dóttur: „Hún heldur að við séum í útilegu“

Í kjölfarið myndaðist mikil umræða meðal fólks sem lýsir ástandinu hræðilegu. Margir höfðu samband við blaðamann fréttarinnar og vildu koma á framfæri þeirri slæmu stöðu sem þau eru í.

Kona ein sem blaðamaður ræddi við er einstæð móðir með tvö börn. Faðir barnanna lést fyrir nokkrum árum síðan og hefur hún því verið ein með þau.

Konan treysti sér ekki til þess að koma fram undir nafni en vildi þrátt fyrir það greina frá því.

„Á blaði lít ég alveg sómasamlega út, í góðri vinnu með góðar tekjur en samt sem áður hef ég þurft að leita á náðir hjálparstarfs kirkjunnar tvisvar sinnum síðan ég tók við þeirri íbúð sem ég bý í núna. Það var fyrir tveimur mánuðum síðan,“ segir konan sem er mikið niðri fyrir vegna ástandsins.

Segir hún ástæðuna fyrir slæmri stöðu sinni vera komin til vegna himinhás leigukostnaðar sem hún þarf að standa undir hver mánaðamót.

„Fyrir íbúð sem rúmar mig og börnin borga ég 285 þúsund krónur á mánuði. Ég fæ lægstu mögulegu húsnæðisbætur þar sem ég er ekki talin eiga rétt á sérstökum húsaleigubótum vegna tekna. Jú, alveg rétt. Ég fæ nefnilega heilar 390 þúsund krónur greiddar eftir skatt og önnur gjöld. Eftir að ég hef borgað alla reikninga standa um það bil 70 þúsund krónur eftir og þarf það að duga okkur fyrir mat, lyfjum og öllu öðru sem greiða þarf af mánaðarlega. Það sleppur alveg, ef ekkert kemur upp á.“

Segir konan að ekkert óvænt megi koma upp á því þá fari fjármálin í uppnám.

„Sumarfrí og aukinn matarkostnaður er til dæmis auka kostnaður. Ég þurfti að fá barnapíur í sumarfríinu þar sem ég var ekki komin í frí. Þvottavélin bilaði, Lín ákvað að byrja að rukka námslánin. Þetta er allt auka kostnaður. Ég á að teljast vera heppnari en aðrar mæður í minni stöðu en samt er staðan svona. Er þetta velferðarsamfélagið sem við teljum okkur lifa í?“

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Opnaði jólagjöfina frá æskuástinni 47 árum síðar – Hvað heldurðu að hafi verið í pakkanum?

Opnaði jólagjöfina frá æskuástinni 47 árum síðar – Hvað heldurðu að hafi verið í pakkanum?
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Blac Chyna á Íslandi: Drekkur í sig lúxusinn í Bláa lóninu – Sjáðu myndina

Blac Chyna á Íslandi: Drekkur í sig lúxusinn í Bláa lóninu – Sjáðu myndina
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Maður Dolly Parton er til í trekant með Jennifer Aniston

Maður Dolly Parton er til í trekant með Jennifer Aniston
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Piers Morgan er brjálaður út í Meghan Markle: „Óskammfeilin sleikja sem svífst einskis fyrir frægðina“

Piers Morgan er brjálaður út í Meghan Markle: „Óskammfeilin sleikja sem svífst einskis fyrir frægðina“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Sjónvarpsþættir um Vesalingana væntanlegir 2019

Sjónvarpsþættir um Vesalingana væntanlegir 2019
Bleikt
Fyrir 1 viku

Skemmtilegar jólafarðanir á augabrúnum

Skemmtilegar jólafarðanir á augabrúnum
Bleikt
Fyrir 1 viku

Þess vegna verður konum frekar kalt en körlum

Þess vegna verður konum frekar kalt en körlum