Bleikt

Ósátt við unglingabók: Stelpur ljótar nema þær hafi stór brjóst og strákarnir fylgjast með þeim fáklæddum – „Ég myndi aldrei leyfa barni að lesa þetta“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 26. júlí 2018 12:13

Íslensk kona rakst um daginn á barnabók sem fjallar um þrjár vinkonur. Tvær vinkonurnar eru fallegar en sú þriðja er ljót. Þegar strákur í bókinni verður hrifinn af ljótu vinkonunni verða fallegu vinkonurnar afbrýðisamar.

Bókin heitir „Skvísurnar“ og segist konan sem fann bókina vera í sjokki yfir innihaldi hennar.

„Bókin er hræðileg. Í henni er sagt að strákur sé ljótur og að ein stelpan myndi hoppa fram af kletti ef hún væri hann. Bróðir „ljótu“ vinkonunnar og vinir hans horfa á stelpurnar fáklæddar í gegnum glugga án þess að þær viti af því. Bókin lætur stelpur líta út fyrir að hugsa bara um stráka, að þær séu öfundsjúkar og að þær séu ljótar nema þær hafi stór brjóst og rass. Ég myndi aldrei leyfa barni að lesa þetta,“ segir hún þar sem hún deilir myndum af bókinni á samfélagsmiðlum.

Bleikt fékk góðfúslegt leyfi til þess að birta myndir konunnar af bókinni en vildi hún þó ekki koma fram undir nafni.

Í bókinni má sjá þar sem ein af fallegu stelpunum fer að æla vegna þess að önnur vinkona þeirra hafði fitnað. Einnig má þar sjá hvar kennarar í skólanum setja bann á það hvers konar fötum stúlkurnar megi ganga í.

 

 

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 1 viku

Björgvin sýnir hina hliðina: „Ég myndi gefa Geir Ólafs hárblásarann minn, ég þarf hann ekki lengur“

Björgvin sýnir hina hliðina: „Ég myndi gefa Geir Ólafs hárblásarann minn, ég þarf hann ekki lengur“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Rósa sér eftir því að hafa keppt í módelfitness: „Ég þróaði með mér kvíða félagsfælni, þunglyndi og átröskun. Allt í þeim eina tilgangi að verða fit og mjó“

Rósa sér eftir því að hafa keppt í módelfitness: „Ég þróaði með mér kvíða félagsfælni, þunglyndi og átröskun. Allt í þeim eina tilgangi að verða fit og mjó“