Bleikt

Lýtalæknir varar við ódýrum varafyllingum

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 26. júlí 2018 19:30

Lýtaaðgerðir eru orðnar nokkuð algengar í dag og eru fáir sem kippa sér upp við það að fólk skuli fara til læknis til þess að láta laga, breyta eða bæta líkamsparta sem þeim líkar ekki við.

Fyllingar í varir eru þar ofarlega á lista en margar konur sem og karlmenn fara til læknis og láta bæta efni í varirnar til þess að stækka þær.

Lýtalæknar hafa hins vegar ítrekað varað við því að láta ekki hvern sem er framkvæma aðgerðina þar sem misjafnt er hvaða efni eru notuð og geta sum þeirra hreinlega valdið hættulegum sýkingum.

Metro greinir frá því að Dr Tijion Esho hafi deilt myndbandi á Instagram síðu sína þar sem hann sýndi frá konu sem fór í ódýra varafyllingu.

Konan hafði samband við Tijion og fékk að komast að í neyðartíma hjá honum.

Tijion varar við því að miklar hættur geta skapast ef fólk kýs að fara „ódýru“ leiðina í lýtaaðgerðum. Mikil blæðing getur myndast, mar, sýkingar og jafnvel ofnæmi fyrir efnunum.

Við vörum viðkvæma við myndbandinu:

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV. Hún hefur stundað nám við félagsfræði, fjölmiðlafræði, leikstjórn og framleiðslu.

Netfang: anita@pressan.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 1 viku

Björgvin sýnir hina hliðina: „Ég myndi gefa Geir Ólafs hárblásarann minn, ég þarf hann ekki lengur“

Björgvin sýnir hina hliðina: „Ég myndi gefa Geir Ólafs hárblásarann minn, ég þarf hann ekki lengur“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Rósa sér eftir því að hafa keppt í módelfitness: „Ég þróaði með mér kvíða félagsfælni, þunglyndi og átröskun. Allt í þeim eina tilgangi að verða fit og mjó“

Rósa sér eftir því að hafa keppt í módelfitness: „Ég þróaði með mér kvíða félagsfælni, þunglyndi og átröskun. Allt í þeim eina tilgangi að verða fit og mjó“