fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024

Alvarlegt þunglyndi rændi Ólöfu æskunni: „Margir segja mér að hætta að hugsa neikvætt og gera það sem ég vil – en ég get það ekki“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 26. júlí 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólöf Gunnarsdóttir hefur í mörg ár barist við þunglyndi og segist vera orðin þreytt á því að eiga suma daga erfitt með að vakna og fara á fætur.

„Þú tekur alla mína orku og ég veit ekki hvernig ég á að útskýra fyrir öðrum að í dag líður mér ekki vel. Þú tekur frá mér hamingjuna og stundum allar tilfinningarnar mínar,“ segir Ólöf í einlægri færslu sinni á síðunni Vynir.is

Langar stundum að gefast upp

Í færslu sinni skrifar Ólöf um þá erfiðleika sem þunglyndið hefur lagt á hana og skrifar hún færsluna upp líkt og um bréf til þunglyndisins væri að ræða.

„Kæra þunglyndi. Ég veit að þú gerir ekki alltaf boð á undan þér, en ég er orðin þreytt á því að eiga suma daga erfitt með að vakna eða fara á fætur. Ég veit að þú gerir allt til þess að ég gefist upp og stundum langar mig það. Oft veit ég ekki einu sinni hvernig mér líður og sit með tárin í augunum. Ég veit að þú vilt fá að ríkja alla daga og hafa sigurinn að lokum en kæra þunglyndi, ég vil fá að ráða sjálf og þess vegna berst ég við þig.“

Ólöf segir marga í kringum sig ekki skilja það hvers vegna hún vilji stundum ekki fara út eða að eignast nýja vini en í kjölfar þunglyndisins hefur Ólöf þróað með sér félagsfælni.

„Það eru margir sem segja að ég eigi bara að hætta að hugsa neikvætt, standa upp og gera það sem ég vil. En kæra þunglyndi, ég get það ekki vegna þín. Aðrir skilja mig ekki og ég þori ekki að segja frá af því að mér finnst eins og ég muni verða dæmd og sögð vera aumingi. Að ég muni á endanum hræða þau burt.“

Felur vanlíðan sína fyrir fólki

Ólöf veltir því fyrir sér af hverju það sé svona erfitt fyrir hana að berjast við þunglyndið en telur þó að hún sé á bataleið.

„Að minnsta kosti held ég það, en það er ekki þökk sé þér. Ég er að læra á þig og reyni eins og ég get en stundum hafa djöflar þínir betur inni í hausnum á mér. Kæra þunglyndi þú rændir mig æskunni, ég man hana varla vegna of mikillar vanlíðan. Þú hræddir mömmu mína og alla fjölskylduna þegar ég þurfti að liggja inni á spítala, mjög líkleg til þess að taka mitt eigið líf. Kæra þunglyndi í dag líður mér illa og ég veit ekki af hverju en ég finn það að ég þoli ekki sjálfa mig. Þú lætur mér líða eins og ég sé einskis virði, þótt suma daga viti ég betur. Þú lætur mér líða eins og engin þoli mig, að öllum finnist ég ljót og heimsk. En kæra þunglyndi, mig langar ekki að hugsa þannig. Vegna þín, þarf ég að taka lyf til að finna fyrir hamingju. Vegna þín fel ég líðan mína fyrir öðrum, vegna þín set ég alla aðra í fyrsta sæti og vegna þín langar mig að gráta. Svo kæra þunglyndi, ég veit við erum búin að vera samferða í mörg ár… En muntu einhvern tímann fara mér frá?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Umdeildum dómi snúið við í Bretlandi – Fötluð kona sýknuð í manndrápsmáli

Umdeildum dómi snúið við í Bretlandi – Fötluð kona sýknuð í manndrápsmáli
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Dauðsér eftir því að hafa ekki lögsótt 14 ára leikkonu

Dauðsér eftir því að hafa ekki lögsótt 14 ára leikkonu
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vill vita hvort hann fari frá City fyrr en seinna

Vill vita hvort hann fari frá City fyrr en seinna
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Stefán Einar segist aka skriðdreka – „Honum verður ekið á fullri fart í gegnum þessar kosningar“

Stefán Einar segist aka skriðdreka – „Honum verður ekið á fullri fart í gegnum þessar kosningar“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir bæinn í raun dauðan

Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir bæinn í raun dauðan
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fullyrða að þetta séu mennirnir fimm sem United skoðar að ráða

Fullyrða að þetta séu mennirnir fimm sem United skoðar að ráða

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.