fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Bleikt

Guðný býr í tjaldi í Reykjavík með langveikan son sinn og dóttur: „Hún heldur að við séum í útilegu“

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 25. júlí 2018 16:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðný Guðnadóttir er einstæð móðir fjögurra barna, þar af er yngsta barn hennar langveikt en hann fæddist með CP og talar ekkert. Fyrir stuttu var íbúðin sem Guðný leigði, seld ofan af þeim og þrátt fyrir stanslausa leit fann hún enga íbúð fyrir fjölskylduna að flytja í.

Neyddist til þess að flytja með börnin á tjaldsvæði

„Ég sá fyrir mér að ég myndi enda á götunni en svo fékk ég lánaða litla íbúð. Það gekk svo ekki upp og þurftum við að flytja út úr henni á innan við fjórum tímum. Það er ekki hægara sagt en gert með börn og þegar því yngsta fylgir göngugrind, sérhannaðir stólar og kerra. Þetta er allt mikið um sig og þurfti því margar ferðir á tjaldsvæðið,“ segir Guðný sem býr nú með tveimur yngstu börnum sínum á tjaldsvæði á höfuðborgarsvæðinu.

„Þetta hefur tekið mikið á börnin og missti yngsti sonur minn alla rútínuna sína. Það er að segja leikskóla, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og fleira. Ég var búin að borga leigu þar sem við áttum að vera og var búin að skipuleggja mánuðinn svo ég ætti nóg til þess að kaupa mat og þess háttar, en svo skeður þetta og það er auka kostnaður ofan á.“

Guðný segist ekki eiga neitt til þess að geta lifað almennilega á tjaldsvæðinu.

„Ég á ekki diska eða neitt í útilegu og það þarf líka að borga nóttina hér. Ég veit í sannleika sagt ekki hvernig ég á að fara að þessu.“

Dóttir Guðnýjar átti afmæli í gær og telur þau vera í útilegu

Elsta barn Guðnýjar er statt í Svíþjóð og býr það næst elsta hjá föður sínum.

„Sá yngsti fæddist á 24 viku og vóg hann aðeins 530 grömm.  Hann er með CP og talar ekki en hann er orðinn þriggja ára. Hann er núna að rembast við það að læra að ganga og er orðinn ansi flinkur. Trúlega er hann með einhverfu og fleira en hann á að byrja í greiningarferli í ágúst. Hann er algjör hetja og barðist mikið.“

Guðný segir erfitt að vita ekki hvað verður um börnin sín í haust en dóttir hennar varð átta ára gömul í gær, daginn sem fjölskyldan neyddist til þess að flytjast búferlum á tjaldsvæðið.

„Það er erfitt að vita ekki hvar dóttir mín fer í skóla eða hann í leikskóla. Við erum núna búin að vera hérna í sólarhring og minn yngsti getur ekki meir. Honum vantar rútínu og hefur verið rosalega erfiður. Dóttir mín heldur að við séum í útilegu en það mun ekki ganga til lengdar.“

Erfitt að takast á við þetta með veikt barn

Guðný glímir sjálf við gigt og á hún erfitt með þá verki sem fylgja því að sofa úti.

„Ég er ekki mikið fyrir að leita eftir athygli en núna segi ég stopp. Ég er búin á því og að þurfa að takast á við erfitt barn með mikla verki í líkamanum er hrikalegt.“

Fyrir þá sem hafa áhuga á því að styrkja Guðnýju og fjölskyldu er bent á reikning hennar:

Rkn: 0143-26-121004
Kt: 3003775569

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.