fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
Bleikt

Gabríela Líf komst að því að það tekur tíma að byrja upp á nýtt – „Það er eðlilegt að líkaminn þurfi tíma til að átta sig á nýju álagi og nýrri rútínu“

Lady.is
Þriðjudaginn 24. júlí 2018 21:00

Ég skrifaði þessa færslu fyrst í janúar 2018 þegar ég ætlaði sko að taka árið með trompi! Ég byrjaði svo á námskeiði hjá Wowair og fór svo að vinna hjá þeim og missti alla hvatningu og getu til þess að fara á æfingu.
Er ennþá að reyna að koma mataræðinu, svefninum og að púsla saman fjölskyldulífinu eftir að hafa byrjað. Ég er að reyna að bæta ræktinni við og það gengur ágætlega, en er þó bara nýbyrjuð.

Var svo ótrúlega hörð við sjálfa mig og barði mig svaka niður fyrir að „nenna“ aldrei á æfingu, fannst ég vera löt því ég svaf bara í fríum en það tekur ótrúlega á að byrja í nýrri vinnu, hvað þá vaktavinnu sem er jafn erfið og að fljúga oft í mánuði.

Ég er búin að átta mig á því núna að það er eðlilegt að líkaminn þurfi tíma til að átta sig á nýja álaginu og aðlaga sig að nýrri rútínu.

Áður en ég varð ólétt náði ég frábærum árangri og ég gerði það með því að byrja að æfa rólega, fór að mæta á æfingu fyrst 1-2x í viku og svo 3-4x og svo jókst það. Með því að byrja að æfa þá fór ég að velja hollari mat, en það gerðist sko alls ekki strax.. Ég byrjaði bara á því að einbeita mér að því að mæta á æfingu og matarræðið kom svo hægt og rólega. Ég á auðveldara með að mæta á æfingu og taka matarræðið með heldur en að fara „all in“ í matarræðið strax.

Það er mjög auðvelt að tapa sér í gleðinni og fara á fullt í eitthvað nýtt matarræði, breyta alveg til og taka út allan óhollan mat og ætla sér að fara fimm sinnum í ræktina í viku. Flestir svona „kúrar“ sem auglýstir eru í byrjun árs eru þó einungis tímabundin lausn og eru oftar en ekki gerðir til að mistakast.

Þegar ég er búin að vera mjög óholl lengi þá á ég mjög erfitt með að snúa við blaðinu, ef ég tek allt út strax þá mistekst mér það í 99% tilfella og ég gefst upp. Það tekur mig svona tvær vikur að ná mér eftir mikla óhollustu, því líkaminn kallar á meira óhollt og eftir mikla leti er erfitt að ætla að fara á æfingu.

Það er þó ekki öll von úti…..

„Ekki fara á æfingu eða borða hollt til að refsa þér heldur vegna þess að þig langar til þess“

Það sem virkar best fyrir mig er að byrja á að borða venjulegan heimilismat á kvöldin, þarf ekkert að vera hollur matur bara elda sjálf heima. Ef mig langar í pizzu þá baka ég sjálf í staðinn fyrir að fá mér Dominos, ef mig langar í hamborgara þá grilla ég hann í staðinn fyrir að fara á Stælinn og svo framvegis.
Ég byrja á að koma mér á eina æfingu, reyni mögulega að taka 2-3 æfingar í vikunni og svo með tímanum þá fer ég að mæta oftar því mig langar til þess.
Ég reyni að byrja daginn vel, þarf ekki að vera egg eða hafragrautur heldur bara morgunkorn eða eitthvað álíka, bara ekki byrja daginn á sykri.

Hægt og rólega eftir því sem ég æfi meira þá fer ég að velja hollari mat og eftir því sem ég borða betur því meiri orku hef ég og fer því oftar á æfingu.
Ég er ekki svo góð í þessu þegar ég banna mér eitthvað eða tek út eitthvað ákveðið eins og nammi, brauð, gos eða annað álíka. Ég á daga þar sem ég er ekki svo holl og svo á ég daga þar sem ég er holl allan daginn eða bara fyrir hádegi. Reyni bara að byrja daginn á einhverju hollu og borða reglulega yfir daginn og svo venjulegan heimilismat um kvöldið.

Númer eitt tvö og þrjú er að fara ekki á æfingu eða borða hollan mat til að refsa sér heldur vegna þess að þig langar til þess.

Við fáum mat í vinnunni sem er oftar en ekki kannski ekki sá hollasti en oft er þetta bara venjulegur heimilismatur og þess á milli reyni ég að muna að taka með mér nesti. Bæði til þess að stjórna því aðeins hvað ég borða og til þess að ég gleymi ekki að borða. Ég hrundi niður í kílóatölu (pæli yfirleitt ekki í því en steig einu sinni á vigtina og fékk áfall) eftir að ég byrjaði að fljúga og ástæðan fyrir því var að ég var ekki að borða nóg.

Ég borðaði mjööög lítið og alltof sjaldan, stundum bara eina máltíð á dag og ég átti erfitt með að borða í næturflugunum. Ég einfaldlega finn ekki fyrir svengd í næturflugunum og ef ég er að sofa langt fram eftir degi þá borða ég oft bara einu sinni á dag, sem er ekki nógu gott.

Ég er núna að reyna að vera meðvitaðri um þetta, ætla að reyna að fara á æfingu þegar ég get og fara að borða reglulega yfir daginn. Vonandi fara svo æfingarnar að verða fleiri og maturinn hollari!

Hægt er að fylgjast með Gabrielu á Snapchat undir notandanafninu: gabrielalif90
Og Instagram undir notandanafninu: gabrielalifsigurdar

Færslan birtist upphaflega á Lady.is

Lady.is
Lady.is eru átta hressar dömur, Gabríela, Snædís, Guðrún Birna, Aníta Rún, Sunna Rós, Jórunn María, Sæunn Tamar og Rósa Soffía með mismunandi áhugamál. Skrifum um móðurhlutverkið,
lífsstíl, heimilið, uppskriftir, snyrtivörur og fleira.
Þið finnið okkur undir:
www.lady.is
www.instagram.com/lady.is_
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Tík Ingu Dóru blessuð við hátíðlega athöfn

Tík Ingu Dóru blessuð við hátíðlega athöfn
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Íslenskar konur lýsa perrum í vinnunni: „Viðskiptavinur reyndi að kyssa mig á munninn fyrir góða þjónustu“

Íslenskar konur lýsa perrum í vinnunni: „Viðskiptavinur reyndi að kyssa mig á munninn fyrir góða þjónustu“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Margrét Gnarr birtir sláandi mynd: Þarna var hún heltekin af líkamsrækt – „Ég er á góðum stað núna“

Margrét Gnarr birtir sláandi mynd: Þarna var hún heltekin af líkamsrækt – „Ég er á góðum stað núna“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hvernig túlka börn tilfinningar sínar? – „Ég elska einhvern þá vil ég knúsa“

Hvernig túlka börn tilfinningar sínar? – „Ég elska einhvern þá vil ég knúsa“