fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Bleikt

Guð(hrað)mundur fær það eftir 4 sekúndur – Svona endist þú lengur í rúminu

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 23. júlí 2018 14:35

Ætli það sé kalt eða heitt hjá þeim?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sæl og blessuð

Ég á konu og við erum þó nokkuð virk í kynlífinu þrátt fyrir fimmtán ára hjónaband. Við stundum kynlíf einu sinni til tvisvar í viku, af og til meira að segja oftar. Og miðað við það sem ég heyri hjá félögum mínum er þetta bara í háu meðallagi hjá okkur.

Ég þarf varla að taka fram að ég elska dömuna og finnst hún frábær, annars væri ég ekki hangandi með henni eftir öll þessi ár.

Það er samt eitt smáatriði að plaga mig og það er úthaldið hjá sjálfum mér. Kynlífið okkar er í frekar föstum skorðum, við gerum eiginlega alltaf sömu hlutina einhvern veginn á þessa leið: kossar og káf í fötum, klæðum hvort annað úr, brjóstahnoð í nokkrar mínútur, hún sleikir vininn, ég nudda snípinn, ég kem inn í hana og pang ég fæ það. Ég fæ sem sagt sáðlát eftir um fjórar sekúndur inni. Ég er reyndar harður áfram en það fer í taugarnar á mér að duga ekki lengur. Hvað er til ráða?

Með kveðju,

Guð(hrað)mundur

Birtist áður á Kynlífspressunni.

Komdu sæll Guðmundur

Hvað finnst konunni? Lítur hún á þig súr á svip í hvert inn sem sekúndurnar fjórar eru að baki? Hefur þú spurt þessa æðislegu kynlífsgyðju hvers vegna hún nennir að stunda kynlíf með þér oft í viku? Ég er nokkuð viss um að henni líki eitthvað í þeirri röð aðgerða sem þú lýsir svo skemmtilega í bréfi þínu. Ég legg það til sem fyrsta skref. Að þú setjist niður með þinni yndislegu konu og fáir svör hjá henni. Ef hún brotnar saman og er algjörlega í rusli yfir þessu eru nokkrir möguleikar í stöðunni:

Halda áfram

Þú nefnir að þú haldir stinningunni þrátt fyrir að sáðlátið komi kannski einum of fljótt, hvers vegna ekki að nýta þessa stinningu og halda einfaldlega áfram að ríða? Hver veit nema þú fáir extra fullnægingu eftir dálítið hjakk í viðbót. Það er munaður sem fáir heppnir kynbræður þínir njóta. Sumir hafa jafnvel lagt á sig áralanga þjálfun og lúslestur tantrafræða til að ná þangað.

Þjálfunarbúðir

Æfðu upp hjá þér þol og þrautseigju. Prófaðu að fróa þér og klíptu fast um kónginn þegar þú finnur að fullnægingin er að hellast yfir þig. Endurtaktu þetta nokkrum sinnum áður en þú leyfir sæðinu að gusast úr djúpinu. Gerðu svo konuna að einkaþjálfara þínum. Þá færðu hjálp hennar við örvun og á ögurstundu biður þú hana að þrýsta þéttingsfast milli pungs og endaþarms. Andaðu djúpt og rólega alveg ofan í rass. Með þessu móti gætir þú smám saman lengt tímann fram að fullnægingu.

Hugarfarsbreyting

Prófaðu að gera dálítið meira úr öllu öðru en samförunum. Auðvitað eru samfarir frábærar en það er samt hellingur að öðrum skemmtilegum hlutum sem hægt er að dunda sér við bæði fyrir og eftir samfarir. Stingdu upp á að þið breytið röð atburða. Byrjaðu á brjóstunum, ekki fara úr fötunum, sleiktu snípinn í stað þess að nudda hann. Kannski er rútínan orsök vandans.

En umfram allt, góða skemmtun!

Ragga

 

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.