fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Bleikt

Ragga nagli – „Appelsínuhúð þýðir ekki að þú rífir ekki í járn“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 23. júlí 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þessum fjallar hún um að við erum öll mannleg, sama hvernig við lítum út.

Þú getur verið með kviðvöðva og líka magarúllur.
Þú getur verið með nafladellur en samt grjótharða miðju.

Nafladellur og magarúllur er ekki merki um að vera ekki ræktaður og fitt.

Appelsínuhúð þýðir ekki að þú rífir ekki í járn.
Bingóvængir þýða ekki að þú slafrir börgera alla daga.
Múffutoppur þýðir ekki að þú slátrir ekki froskahoppum.

Það er þreyttara en sumarveðrið í Reykjavík að elta allar yfirlýsingar vefgúrúanna um hvað sé ásættanlegt útlit til að vera álitinn í formi.
Að bera sig saman við fílteraða, fótósjoppaða óraunhæfa útgáfu sem instagrammarar kjósa að birta okkur í tvívídd.

Ein sjálfa af átjánþúsund í hárréttri lýsingu með ondúlerað hár og rétta skugga.

Sýnum frekar mannlega flóru í allri sinni dýrð.
Rúllur. Appó. Dellur. Dinglandi húð. Slitför.

Það er allt merki um að vera mannlegur.
Velkominn í hópinn, við erum sjö biljón.

Þú getur verið urlandi ræktaður og sportað öllu galleríinu.
Eða þú getur verið í yfirþyngd og ekki hakað í neitt box.

Um leið og við fögnum breyskleikanum og sættum okkur við hann getum við hætt að halda niðri í okkur andanum þegar við pósum í myndatökum.

Lifi magarúllur.

Facebooksíða Röggu nagla.

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Kristín Rut var á geðdeild með nýfætt barn: „Langaði helst að drepa sjálfa mig og hana“

Kristín Rut var á geðdeild með nýfætt barn: „Langaði helst að drepa sjálfa mig og hana“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán: „Allar konur vilja gjafir og rómantík, þó þær séu rauðsokkur“

Ásdís Rán: „Allar konur vilja gjafir og rómantík, þó þær séu rauðsokkur“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Taktu prófið: Aðeins fólk með háa greindarvísitölu nær öllu rétt

Taktu prófið: Aðeins fólk með háa greindarvísitölu nær öllu rétt
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja selur fallega íbúð: 66 fermetrar á 35 milljónir

Flugfreyja selur fallega íbúð: 66 fermetrar á 35 milljónir
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Þóttist hafa gengið undir róttæka lýtaaðgerð og plataði mörg hundruð þúsund manns – „Þú ættir að drepa þig“

Þóttist hafa gengið undir róttæka lýtaaðgerð og plataði mörg hundruð þúsund manns – „Þú ættir að drepa þig“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Lára fór til lýtalæknis eftir atvik í Versló: Kennari notaði nefið sem sýnishorn

Lára fór til lýtalæknis eftir atvik í Versló: Kennari notaði nefið sem sýnishorn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.