fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
Bleikt

Fjórar leiðir til að auka lostann í lífinu

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 22. júlí 2018 23:00

Fylgist með því hversu oft þið njótið ásta:
Fáið ykkur fína stjörnulímmiða og setjið stjörnu á dagatalið þegar kynlíf er stundað. Það getur verið sexí að skoða dagatalið saman. Frábært fyrir fólk í samböndum sem er farið að stunda kynlíf of sjaldan og langar að gera breytingu þar á.

Hrósum meira:
Hvert hrós er gjöf sem við græðum á að gefa. Fyrir hvert hrós sem við gefum úr hjartanu bætast tvö ný við. Þegar við leggjum okkur fram við að taka eftir því jákvæða í fari fólks og setjum hlutina í orð. Búum við til jákvæða orku, góð tengsl og sexí andrúmsloft.

Tjáum þarfir og væntingar:
Rútínan og hversdagsleikinn hafa kannski leitt huga okkar frá því hvað við raunverulega þurfum í kynlífinu. Spáum í þarfirnar og hvort þær eru uppfylltar í kynlífinu eins og það er í dag. Ef ekki, þarf að tala saman og búa til nýtt plan.

Prófum eitthvað nýtt:
Gerið tilraunir í kynlífinu. Breytið um takt eða aðgerðaröð. Gerið hlutina aðeins öðruvísi en vanalega. Breytingar þurfa ekki að þýða keðjur og leður eða heilgalla úr latex. Nýjungar kveikja í okkur, það er mannlegt og eðlilegt.

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Tík Ingu Dóru blessuð við hátíðlega athöfn

Tík Ingu Dóru blessuð við hátíðlega athöfn
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Íslenskar konur lýsa perrum í vinnunni: „Viðskiptavinur reyndi að kyssa mig á munninn fyrir góða þjónustu“

Íslenskar konur lýsa perrum í vinnunni: „Viðskiptavinur reyndi að kyssa mig á munninn fyrir góða þjónustu“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Margrét Gnarr birtir sláandi mynd: Þarna var hún heltekin af líkamsrækt – „Ég er á góðum stað núna“

Margrét Gnarr birtir sláandi mynd: Þarna var hún heltekin af líkamsrækt – „Ég er á góðum stað núna“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hvernig túlka börn tilfinningar sínar? – „Ég elska einhvern þá vil ég knúsa“

Hvernig túlka börn tilfinningar sínar? – „Ég elska einhvern þá vil ég knúsa“