Bleikt

Steiney hefur áhyggjur af Herra Hnetusmjör – „Vona að ríkisskattstjóri hlusti ekki á rapp“

Óðinn Svan Óðinsson
Þriðjudaginn 17. júlí 2018 19:00

Steiney Skúladóttir, leikkona og Reykjavíkurdóttir hefur áhyggjur af tónlistarmanninum Herra Hnetusmjör og hans samskipti við skattyfirvöld. Steiney greindi frá þessu í Twitterfærslu í gær.

Oh hef svo miklar áhyggjur af Herra Hnetusmjör og hvað hann rappar opinskátt um svarta peninginn sem hann er að fá. Vona að ríkisskattstjóri hlusti ekki á rapp,“ skrifaði Steiney.

Óhætt er að segja að Steiney hafi nokkuð til síns máls en í laginu Labbilabb sem kom út á plötunni KÓPBOI árið 2017 talar Herra Hnetusmjör ansi frjálslega um peninga en hér að neðan má sjá þrjú stutt textabrot úr laginu.

„Umslag, já takk, sleppa að borga smá skatt.“

„Ég vil hafa peninginn svartan og sykurlausan.“

„Snemma heim, ég er með peninginn í umslagi.“

Bubbi Morthens  var fljótur að svara tístinu og segist sannfærður um að skatturinn nái fylgist grant með. „Skattman er með Herra Hnetusmjör smurðan og mun einn daginn troða honum inn,“ segir Bubbi

Hér getur þú hlustað á lagið Labbilabb

Óðinn Svan Óðinsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 6 dögum

Ævar vísindamaður og Védís eignast son: „Á örugglega eftir að kenna okkur báðum foreldrunum heilan helling“

Ævar vísindamaður og Védís eignast son: „Á örugglega eftir að kenna okkur báðum foreldrunum heilan helling“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Sex einkenni eineltis: Skólarnir eru að byrja – Deildu þessu

Sex einkenni eineltis: Skólarnir eru að byrja – Deildu þessu
Bleikt
Fyrir 1 viku

Rósa sér eftir því að hafa keppt í módelfitness: „Ég þróaði með mér kvíða félagsfælni, þunglyndi og átröskun. Allt í þeim eina tilgangi að verða fit og mjó“

Rósa sér eftir því að hafa keppt í módelfitness: „Ég þróaði með mér kvíða félagsfælni, þunglyndi og átröskun. Allt í þeim eina tilgangi að verða fit og mjó“
Bleikt
Fyrir 1 viku

15 ómissandi hinsegin kvikmyndir

15 ómissandi hinsegin kvikmyndir