Bleikt

Þessar samfarastellingar eru bestar fyrir heilsuna!

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 15. júlí 2018 20:30

Sumar stellingar eru betri en aðrar, samkvæmt vísindafólki á kynlífssviðinu, eða í það minnsta ólíklegri til að drepa þig!

Hér eru fjórar stellingar sem standa öðrum framar þegar áhrif á heilsu og hreysti eru skoðuð. Góða skemmtun!

Konan ofan á: Þessi er vinsæl og hressandi. Hér er bæði unnið með djúpvöðva og þol. „Þú hossar og heldur þér uppi á sama tíma, og vinnur með mjög fjölbreytta vöðva líkamans. Ef þú hreyfir þig hressilega er auðvelt að ná hjartslættinum upp.“

Aftan frá: Voða vinsæl líka. Sú eða sá sem er á fjórum fótum spennir djúpvöðva sjálfkrafa og hér er hægt að taka hressilega á því og svitna duglega.

Lótusstellingin: Náin og falleg og dregur nafn sitt af blóminu. Í þessari stellingu þurfa báðir aðilar að vera líkamlega virkir og reyna á vöðva sína til að halda jafnvægi og stöðugleika. Þarna eru djúpvöðvarnir mikilvægastir en þolið kemur líka við sögu. Lótusstellingin er sem sagt heilsusamleg fyrir báða aðila.

Ruggandi: Þessi stelling getur reynt heilmikið á báða aðila og er líklega sú besta fyrir heilsuna. Sú/sá sem er ofan á er á hnjánum og getur þess vegna auðveldlega stillt af hæð mjaðmanna. Sú/sá sem er undir getur sleppt því að nota púða við bakið, eða notað lítinn, og fengið þannig prýðilega æfingu fyrir kviðvöðva.

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Töfralausnin er fundin: Svona á ekki að geyma kartöflur

Töfralausnin er fundin: Svona á ekki að geyma kartöflur
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Sorgin sem fylgir því að hætta barneignum: „Með öllum fyrstu skiptunum sem líða eru alveg jafn mörg síðustu skipti“

Sorgin sem fylgir því að hætta barneignum: „Með öllum fyrstu skiptunum sem líða eru alveg jafn mörg síðustu skipti“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Rósa sér eftir því að hafa keppt í módelfitness: „Ég þróaði með mér kvíða félagsfælni, þunglyndi og átröskun. Allt í þeim eina tilgangi að verða fit og mjó“

Rósa sér eftir því að hafa keppt í módelfitness: „Ég þróaði með mér kvíða félagsfælni, þunglyndi og átröskun. Allt í þeim eina tilgangi að verða fit og mjó“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Howard er 93 ára og syngur til konu sinnar á dánarbeðinu – Sjáðu myndbandið sem framkallar bæði gæsahúð og tár

Howard er 93 ára og syngur til konu sinnar á dánarbeðinu – Sjáðu myndbandið sem framkallar bæði gæsahúð og tár
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ingibjörg Eyfjörð: „Það er eins og ég hafi misst eldmóðinn, dottið niður fjórar hæðir og lent beint á andlitinu“

Ingibjörg Eyfjörð: „Það er eins og ég hafi misst eldmóðinn, dottið niður fjórar hæðir og lent beint á andlitinu“