fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
Bleikt

Elstu systkinin eru með hærri greindarvísitölu en þau yngri

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 14. júlí 2018 15:56

Í mörgum systkinahópum er oft hörð barátta á milli systkinanna um hina ýmsu hluti og hver stendur sig best. Niðurstöður nýrrar rannsóknar eru líklegast til þess fallnar að kynda undir þessa keppni á milli systkina því samkvæmt niðurstöðunum þá er greindarvísitala elstu systkinanna hærri en þeirra yngri.

Elstu systkinin geta því fagnað þessum niðurstöðum vel og innilega og mörg munu væntanlega benda á að þetta hafi þau alltaf vitað, þau skari framúr í systkinahópnum. En það er þó eitt mikilvægt “en“ tengt niðurstöðunum og það ætti að geta glatt þau yngri. Niðurstöðurnar sýna nefnilega að greindarvísitala elstu systkinanna er aðeins einu stigi hærri en hjá þeim yngri.

Það voru vísindamenn við Illinois háskólann í Bandaríkjunum sem framkvæmdu rannsóknina og tóku 377.000 menntaskólanemar þátt í henni. Rannsakað var hvernig aldursröð þeirra innan fjölskyldna þeirra hafði áhrif á þá.

Niðurstöðurnar sýndu að greindarvísitala elstu systkinanna er einu stigi hærri en hjá þeim yngri og þau eldri hafa tilhneigingu til að vera opnari, geðfelldari og samviskusamari en þau yngri.

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Tík Ingu Dóru blessuð við hátíðlega athöfn

Tík Ingu Dóru blessuð við hátíðlega athöfn
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Íslenskar konur lýsa perrum í vinnunni: „Viðskiptavinur reyndi að kyssa mig á munninn fyrir góða þjónustu“

Íslenskar konur lýsa perrum í vinnunni: „Viðskiptavinur reyndi að kyssa mig á munninn fyrir góða þjónustu“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Margrét Gnarr birtir sláandi mynd: Þarna var hún heltekin af líkamsrækt – „Ég er á góðum stað núna“

Margrét Gnarr birtir sláandi mynd: Þarna var hún heltekin af líkamsrækt – „Ég er á góðum stað núna“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hvernig túlka börn tilfinningar sínar? – „Ég elska einhvern þá vil ég knúsa“

Hvernig túlka börn tilfinningar sínar? – „Ég elska einhvern þá vil ég knúsa“