Bleikt

Þessar 13 íslensku týpur ættir þú að varast – Ef þú sérð þær, hlauptu!

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 12. júlí 2018 13:54

Tímavélin á Bleikt – Greiningardeildin á Bleikt lagðist á sínum tíma í rannsóknarvinnu og birti lista sem gæti forðað þér frá vandræðum og volæði í einkalífinu. Þessi listi á við enn í dag. Hér eru þrettán týpur sem þú ættir að varast með öllum ráðum.

Konan sem gengur með hundinn sinn í veski. Líklega mun hún sýna þessu hundkvikindi mun meiri ást en þér. Ef hún leyfir hundinum að sofa uppi í rúmi hjá sér í þokkabót skaltu hlaupa eins og fætur toga.

Karlmenn sem birta mynd af sér í íþróttatreyju á samfélagsmiðlum á laugardögum. Ef hann er líka með fótboltafélagstattú þá færðu nálgunarbann. Ef hann klæðir börnin sín í fótboltabúning og myndar þau, hringdu þá tafarlaust í barnaverndaryfirvöld.

Konur sem eru alltaf í facebook leikjum og senda þér endalaust beiðnir í leikina. Blokkaðu hana strax!

Allir gaurar með áhuga á bílum. Hann heldur langar ræður um knastása og finnst í alvöru í lagi að eyða mörgum klukkutímum í hverri viku í að pússa mælaborðið. Þetta er gaurinn sem kaupir sér nýjar felgur á bílinn, en gæti stofnað munaðarleysingjaheimili í fátæku landi fyrir sama pening.

Dramatíska konan sem drekkur áfengi og eyðir kvöldinu grenjandi úti í horni. Það segir sig sjálft að meiriháttar persónuleikabreyting samfara áfengisdrykkju er skýr og hávær viðvörunarbjalla.

Konan sem fer á fyllerí og hringir ógeðslega hress í Sigga Hlö. „Við erum hérna sex saman í bústað á leiðinni í pottinn, viltu ekki skella þér hérna uppeftir?“. Svo hlær hún hásum salemhlátri og vinkonurnar æpa í bakgrunninum, „vúúúhúúú!“.

Konur sem lesa ekki bækur. Ef hún býður þér í mat og þú sérð ekki eina einustu bók í íbúðinni skaltu feika gallsteinakast og koma þér burtu í snarhasti.

Eindregnir stuðningsmenn lögleiðingar kannabisneyslu. Þetta er gaurinn sem hefur aldrei skoðanir á neinu í fjölmiðlum nema þegar greinar birtast um neikvæðar hliðar kannabisneyslu. Frekar líklegt er að persónulegu hreinlæti sé ábótavant. Í samræðum þarftu að gera ráð fyrir „laggi“, það sem þú segir berst til réttrar heilastöðvar mun síðar en hjá flestum. Líklegt er að hann muni sitja í sófanum á nærbuxum og í playstation á milli tveggja tómra pizzukassa þegar þú bankar upp á með verðandi tengdamóður hans.

Karlar sem tala um hvað þeir taka í bekk. Ef hann læðir þessu inn í samræðurnar á fyrsta deiti skaltu huga að því að feika andlát þitt.

Konur sem kalla karlmenn dúllur eða krútt, og karlmenn sem kalla konur prinsessur. Slíkt er ekki hægt að leiða hjá sér, ekki einu sinni kvöldstund.

Karlmenn sem tala um hvað þeir eiga  mikla peninga. Sumir virðast halda að það liggi einhver sjarmi í spikfeitu debetkorti – svo er ekki. Peningatal er hallærislegt og slekkur losta, sem mögulega hefur náð að byggjast upp, í 89% tilvika.

Gaurinn sem hlustar á Útvarp Sögu (og meinar það), horfði á  ÍNN og lækar allt sem Hannes Hólmsteinn og Jón Valur setja á facebook.

Að endingu: Fólk sem tekur mark á svona listum!

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Ótrúlegar myndir – Konur fyrir og eftir steranotkun

Ótrúlegar myndir – Konur fyrir og eftir steranotkun
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Ásdís barðist með syni sínum í sex og hálft ár: „Ólýsanlega erfitt að fá þennan miskunnarlausa dóm fyrir barnið sitt“

Ásdís barðist með syni sínum í sex og hálft ár: „Ólýsanlega erfitt að fá þennan miskunnarlausa dóm fyrir barnið sitt“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

George Clooney fluttur á sjúkrahús eftir mótorhjólaslys

George Clooney fluttur á sjúkrahús eftir mótorhjólaslys
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Bryndís Schram áttræð: „Að vera sonur slíkrar konu er vissulega forréttindi“

Bryndís Schram áttræð: „Að vera sonur slíkrar konu er vissulega forréttindi“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Íslandsvinur bjargaði hákarli á Nýja-Sjálandi

Íslandsvinur bjargaði hákarli á Nýja-Sjálandi
Bleikt
Fyrir 1 viku

Barnaspítalinn heimili fjölskyldunnar: „Lífið breytist mikið þegar maður á veikt barn“

Barnaspítalinn heimili fjölskyldunnar: „Lífið breytist mikið þegar maður á veikt barn“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Chrissy Teigen deilir mynd af brjóstagjöf á Instagram – „Ég á líklega tvíbura núna“

Chrissy Teigen deilir mynd af brjóstagjöf á Instagram – „Ég á líklega tvíbura núna“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Bumbur styðja ljósmæður í baráttu þeirra

Bumbur styðja ljósmæður í baráttu þeirra