Bleikt

Snilldarlegt svar lítillar stúlku sló í gegn – Afgreiðslumaðurinn stóð orðlaus eftir

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 12:00

Tímavélin á Bleikt: Sagan af dúkkukaupum Sophia Benner fór sigurför um heiminn og á alltaf við. Svarið var vegna spurningu afgreiðslumanns í leikfangadeildinni. Afgreiðslumaðurinn áttaði sig ekki á vali Sophia á dúkku og spurði hana út í val hennar.

Sophia var í Target verslun með móður sinni, Brandi Benner, og mátti sjálf velja sér dúkku en það voru verðlaun sem hún fékk fyrir að vera hætt að nota bleiu. Sophia valdi sér svarta dúkku en sjálf er hún hvít á hörund en eitthvað stakk það afgreiðslumanninn í augu því hann sagði við hana:

„Við eigum margar dúkkur sem líkjast þér meira. Ertu viss um að það sé þessi dúkka sem þú vilt fá?“

Þessu svaraði Sophia: „Já, takk.“

Móðir hennar reiddist yfir orðum afgreiðslumannsins en áður en hún náði að segja eitthvað um fordómafull orð hans tók Sophia til máls:

„Jú, hún líkist mér. Hún er læknir eins og ég. Og ég er falleg stúlka og það er hún líka. Sérð þú fallega hárið hennar og hlustunarpípuna?“

Þetta varð til þess að afgreiðslumaðurinn sagði ekki meira um val Sophia á dúkku.

Í Facebookfærslu um málið skrifaði Brandi Benner að þetta atvik hafi staðfest hennar eigin hugmyndir um að börn fæðist ekki með þá hugmynd að húðlitur skipti máli.

 

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Hann bað kærustunnar og fólk er brjálað: „Þvílíkur fávitaskapur“ – Sjáið ástæðuna

Hann bað kærustunnar og fólk er brjálað: „Þvílíkur fávitaskapur“ – Sjáið ástæðuna
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Átakanlegt símtal móður til Neyðarlínunnar: „Hann hættir ekki, hjálpið mér, hún er að deyja!“

Átakanlegt símtal móður til Neyðarlínunnar: „Hann hættir ekki, hjálpið mér, hún er að deyja!“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sonur Sigurbjargar er alkóhólisti: „Hann hefur óhugnanlega oft verið nærri dauðanum“

Sonur Sigurbjargar er alkóhólisti: „Hann hefur óhugnanlega oft verið nærri dauðanum“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Karen upplifði mikinn kvíða og óttaðist að missa tengsl við raunveruleikann: „Mér leið eins og fanga í eigin líkama“

Karen upplifði mikinn kvíða og óttaðist að missa tengsl við raunveruleikann: „Mér leið eins og fanga í eigin líkama“