Bleikt

Er öruggt að stunda munnmök á blæðingum?

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 16:00

Flestar konur fara á blæðingar einu sinni í mánuði. Á þeim tíma eru margar konur kynferðislega virkari og er það mjög eðlilegt. Hins vegar eiga margir erfitt með að hugsa til þess að stunda munnmök á meðan á blæðingum stendur. En er það í raun og veru í lagi?

Popsugar spurði kvensjúkdómalækninn dr. Alex Ferro nokkura spurninga um munnmök á blæðingum.

Er það öruggt?

Ef hvorug manneskjan hefur kynsjúkdóm eiga munnmök á blæðingum að vera í lagi. Það eru þó nokkrir kynsjúkdómar sem geta borist með blóði og má þar nefna HPV, HIV og sárasótt.

Hvað með hreinlæti?

Þetta er persónubundið. Ef konan er ekki með neina kynsjúkdóma þá má segja að hreinlætið sé í lagi. En ef litið er til lyktar og blóðs þá að sjálfsögðu skiptir skoðun hvers og eins máli. Sá sem framkvæmir munngælurnar gæti fundið sterkari lykt og málmbragð. Ef konan er óörugg með aðstæður þá eyðileggur það líka stemminguna fyrir henni.

Ættir þú að gera það?

Það er algjörlega þitt val. Margar konur eru kynferðislega virkari meðan á blæðingum stendur og myndu taka vel í munnmök á meðan öðrum konum finnst það ekki í lagi. Það sem skiptir máli er að báðir aðilar njóti. Dr. Alex Ferro ráðleggur fólki að ef báðir aðilar hafa áhuga á því að stunda munnmök og séu lausir við alla kynsjúkdóma þá sé ekkert því til fyrirstöðu. Hann mælir með því að fólk noti annað hvort túrtappa eða álfabikar til þess að halda munnmökunum eins hreinlegum og hægt er.

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 5 dögum

Ótrúlegar myndir – Konur fyrir og eftir steranotkun

Ótrúlegar myndir – Konur fyrir og eftir steranotkun
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Ásdís barðist með syni sínum í sex og hálft ár: „Ólýsanlega erfitt að fá þennan miskunnarlausa dóm fyrir barnið sitt“

Ásdís barðist með syni sínum í sex og hálft ár: „Ólýsanlega erfitt að fá þennan miskunnarlausa dóm fyrir barnið sitt“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

George Clooney fluttur á sjúkrahús eftir mótorhjólaslys

George Clooney fluttur á sjúkrahús eftir mótorhjólaslys
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Bryndís Schram áttræð: „Að vera sonur slíkrar konu er vissulega forréttindi“

Bryndís Schram áttræð: „Að vera sonur slíkrar konu er vissulega forréttindi“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Íslandsvinur bjargaði hákarli á Nýja-Sjálandi

Íslandsvinur bjargaði hákarli á Nýja-Sjálandi
Bleikt
Fyrir 1 viku

Barnaspítalinn heimili fjölskyldunnar: „Lífið breytist mikið þegar maður á veikt barn“

Barnaspítalinn heimili fjölskyldunnar: „Lífið breytist mikið þegar maður á veikt barn“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Chrissy Teigen deilir mynd af brjóstagjöf á Instagram – „Ég á líklega tvíbura núna“

Chrissy Teigen deilir mynd af brjóstagjöf á Instagram – „Ég á líklega tvíbura núna“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Bumbur styðja ljósmæður í baráttu þeirra

Bumbur styðja ljósmæður í baráttu þeirra