fbpx
Bleikt

Systir Meghan Markle kallar Harry Bretaprins aumingja: „Díana hefði skammast sín“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 21:00

Samantha Markle, hálfsystir Meghan Markle, er ekki par ánægð með maka hertogaynjunnar af Sussex, hann Harry Bretaprins.

Fréttamiðilinn The Sun greinir frá þessu en þar kemur fram að Samantha hafi snúið sér að Twitter-aðgangi sínum með óánægju sína á Harry og yngri hálfsystur sinni. Á samfélagsmiðlinum kallaði hún Meghan „Hertogaynju vitleysunnar“ og segir að Harry Bretaprins hafi frekar átt að kvænast sinni fyrrverandi, leikkonunni og fyrirsætunni Cressidu Bonas. Ástæðuna segir hún vera vegna þess að persónuleiki hennar er meira í líkingu við móður hans, Díönu prinsessu.

Samantha kallaði Harry aumingja og segir að yngri hálfsystir hennar vaði yfir hann og alla sem hafa staðið henni nálægt, að þetta eigi sérstaklega við um fjölskyldumeðlimi.

„Díana hefði skammast sín,“ segir hún hvöss og hvetur Bretaprinsinn til þess að „hætta að ganga í undirfatnaði eiginkonu sinnar,“ en jafnframt að hann þurfi að „hrifsa buxurnar sínar til baka frá henni.“

Samkvæmt fréttamiðlinum hafa systurnar ekki talast við í allt að áratug.

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Ellen hélt óhefðbundna kynjaveislu sem vakið hefur athygli um allan heim

Ellen hélt óhefðbundna kynjaveislu sem vakið hefur athygli um allan heim
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Sara Dís skrifar bréf til pabba: „Í dag er dagurinn sem ég mun alltaf hata“

Sara Dís skrifar bréf til pabba: „Í dag er dagurinn sem ég mun alltaf hata“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Svona getur neysla fíkniefna farið með þig – Fyrir og eftir myndir

Svona getur neysla fíkniefna farið með þig – Fyrir og eftir myndir
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Þessi dýr eiga það öll sameiginlegt að hafa eyðilagt myndartökur

Þessi dýr eiga það öll sameiginlegt að hafa eyðilagt myndartökur
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Sjáðu kostulegt myndband af konu sem hlýtur að vera móðir Línunnar

Sjáðu kostulegt myndband af konu sem hlýtur að vera móðir Línunnar
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli