fbpx
Fimmtudagur 21.febrúar 2019
Bleikt

Mikil óánægja meðal sjúkraliða: „Samvinna fagstétta er lykilatriði“

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 13:00

Sandra B. Franks formaður sjúkraliðafélagsins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Margt bendir til þess að álag á heilbrigðis- og hjúkrunarþjónustu muni aukast á næstu árum, m.a. vegna hækkandi lífaldurs þjóðarinnar og aukinnar tíðni lífsstílstengdra sjúkdóma. Það er því mikilvægt að huga vandlega að starfsumhverfi og möguleikum sjúkraliða til að njóta framgangs í starfi. Við þurfum að vera á vaktinni með að leita allra leiða til að fjölga sjúkraliðum, tryggja að þeir skili sér inn í starfsstéttina og vinna að því að þeir finni til sín í starfi,“ segir Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands í viðtali við Bleikt.

Mikil óánægja meðal sjúkraliða

Sandra hefur fylgst náið með umræðu sjúkraliða undanfarið og skynjar hún mikla óánægðu meðal þeirra.

„Ég hef áhyggjur af því hversu erfitt það er hjá sjúkraliðum að nýta fagþekkingu sína og njóta framgangs í starfi. Dæmi eru um að nýútskrifaðir sjúkraliðar komi metnaðarfullir og stoltir til starfa en upplifa svo að þekking þeirra og færni er alls ekki nýtt sem skyldi. Það grefur auðvitað undan starfsánægju þeirra og þeir bara láta sig hverfa í önnur störf eða frekara nám. Það er einmitt þetta sem er að gerast í okkar starfsstétt og það var bara núna í síðustu viku sem ég fékk upplýsingar um fyrirhugaða uppsögn sjúkraliða einmitt vegna þessa. Það liggur í augum uppi að enginn sjúkraliði sættir sig við að vera settur þannig niður að hann fái ekki tækifæri á að finna til sín í starfi og nýta þá faglegu þekkingu sem hann hefur þekkingu og færni til.“

Sandra segir mikilvægt að líta til þess að samvinna fagstétta sé lykilatriði í heilbrigðisþjónustu og að hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar vinna yfirleitt í mjög nánu samstarfi.

„Í raun geta þessar starfsstéttir ekki án hvors annars verið. Svona heilt á litið tel ég að það þurfi að styrkja þessa samvinnu. Á Landspítalanum starfa yfir 600 sjúkraliðar og ég hef m.a. verið að skoða aðkomu þeirra að Hjúkrunarráði sem er lögbundinn umræðuvettvangur um hjúkrun. Ég fæ ekki séð að sjúkraliðar hafi aðild að ráðinu líkt og hjúkrunarfræðingar og ljósmæður. Þannig að rödd sjúkraliða, þessarar stóru starfsstéttar sem vinnur við hjúkrun, hefur í raun enga beina aðkomu að ráðinu. Sjúkraliðar hafa því ekki sömu tækifæri og hjúkrunarfræðingar og ljósmæður til að tjá sig um mál sem helst brennur á þeim hverju sinni.“

Samvinna sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga mikilvæg

Sandra hefur því óskað eftir því við formann Hjúkrunarráðs og forsvarsmenn LSH að sjúkraliðar fái einnig aðild að ráðinu svo þeir geti líkt og hjúkrunarfræðingar og ljósmæður tekið þátt í umræðunni.

„Ég hef trú á því að þegar þessar starfsstéttir sem starfa við hjúkrunar fái jöfn tækifæri til að ræða áherslur sínar á sameiginlegum vettvangi þar sem megináherslan er að bæta hjúkrunarþjónustu spítalans þá eykst skilningur annarra fagstétta fyrir áherslum og verkþáttum sjúkraliða. Ég tel að með góðri samvinnu sjúkraliða og hjúkrunarfræðinga verði þekking og hæfni sjúkraliða betur nýtt í þágu þeirra sem þiggja þjónustuna.“

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“

Valkyrja Sandra búin að fá nóg: „Hann er ekki pabbi þinn – Hættu þessu strax“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“

Stjörnurnar minnast Karl Lagerfeld: „Þú lést mér líða eins og prinsessu“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina

Liam Hemsworth getur ekki hætt að stríða Miley Cyrus – Sjáðu bestu hrekkina
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum

Stjörnuspá vikunnar: Tvíburinn slekkur á kvíðanum – Erfiðleikar hjá ljóninu – Óvænt ást hjá krabbanum
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019

Það sem stjörnurnar klæddust á Grammy verðlaunahátíðinni 2009 og 2019
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Læknirinn sagði að lykkjan hefði dottið úr henni – Annað kom í ljós tíu árum seinna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.