Bleikt

George Clooney fluttur á sjúkrahús eftir mótorhjólaslys

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 10:06

Bandaríski leikarinn George Clooney var fluttur á sjúkrahús eftir mótorhjólaslys á Sardiníu á Ítalíu í morgun. Lenti Clooney í árekstri við Mercedes Benz-bifreið og er Clooney sagður hafa endað á framrúðu bifreiðarinnar sem brotnaði.


Í frétt Mail Online, sem birtir meðfylgjandi mynd, lá Clooney í götunni og kenndi sér meins í mjöðm auk þess að kvarta undan sársauka í handleggjum og fótum. Sem betur fer slasaðist leikarinn ekki alvarlega og var hann útskrifaður ekki löngu síðar.

Forsvarsmenn John Paul II sjúkrahússins í Olbia staðfestu að Clooney hefði verið fluttur á sjúkrahúsið þar sem meðal annars var tekin röntgenmynd. Hann er sagður hafa yfirgefið sjúkrahúsið skömmu síðar í fylgd eiginkonu sinnar, Amal.

Amal og George, ásamt tvíburum þeirra, Ellu og Alexander sem eru eins árs, búa á Sardiníu í sumar. Á þessari fallegu ítölsku eyju standa yfir tökur á nýrri sjónvarpsþáttaröð úr smiðju leikarans, en þættirnir bera heitið Catch 22.

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 6 dögum

Hann sá ungbarn í búðinni – Þegar hann leitaði betur var það horfið

Hann sá ungbarn í búðinni – Þegar hann leitaði betur var það horfið
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Bryndís Schram áttræð: „Að vera sonur slíkrar konu er vissulega forréttindi“

Bryndís Schram áttræð: „Að vera sonur slíkrar konu er vissulega forréttindi“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Íslandsvinur bjargaði hákarli á Nýja-Sjálandi

Íslandsvinur bjargaði hákarli á Nýja-Sjálandi
Bleikt
Fyrir 1 viku

Barnaspítalinn heimili fjölskyldunnar: „Lífið breytist mikið þegar maður á veikt barn“

Barnaspítalinn heimili fjölskyldunnar: „Lífið breytist mikið þegar maður á veikt barn“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Chrissy Teigen deilir mynd af brjóstagjöf á Instagram – „Ég á líklega tvíbura núna“

Chrissy Teigen deilir mynd af brjóstagjöf á Instagram – „Ég á líklega tvíbura núna“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Bumbur styðja ljósmæður í baráttu þeirra

Bumbur styðja ljósmæður í baráttu þeirra