fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Bleikt

Samfélagsmiðlastjarnan og brimbrettakappinn Heiðar Logi: „Reyni alltaf að verða betri manneskja“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 9. júlí 2018 16:30

Mynd: Erlendur Magnússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brimbrettakappinn og samfélagsmiðlastjarnan Heiðar Logi Elíasson var nýlega í viðtali við Fjarðarpóstinn. Þar segir hann frá brimbrettaíþróttinni, lífinu á samfélagsmiðlunum og hvernig hann einbeitir sér að því að vera góð fyrirmynd.

Aðspurður um hvernig sé að vera samfélagsmiðlastjarna svarar Heiðar Logi: „Þetta er skemmtilegasta starf sem ég hef verið því því það gerir mér kleift að gera það sem mig langar að gera. Það er samt ekki alltaf hægt að gera eitthvað skemmtilegt á þessum miðlum. Það koma lægðir hjá mér eins og öðrum. Ég á stundum mjög erfiða daga alveg og þá er andlega hliðin ekkert á góðum stað.“

Til að takast á við erfiðu dagana notar Heiðar Logi mikið jóga til að horfa inn á við, hvíla miðlana og minna sjálfan sig á að það sé eðlilegt að detta í lægðir. „Þegar ég var yngri var ég oft þunglyndur og spurði sjálfan mig hvers vegna ég ætti slæma daga; þegar mér fannst allir hinir vera alltaf í góðu skapi. Í dag veit ég að þessir daga koma og fara. Allar samfélagsmiðlastjörnur sýna sína bestu hliðar og eru þá alltaf í góðu skapi, nóg að gera og alltaf hreint heima hjá þeim. En þetta er skapandi vinna. Ef maður á góðan dag þá kemur það bara náttúrulega. Það er erfiðara að skapa á slæmum dögum.“ Heiðar Logi ætlar brátt að opna sig meira með það á Instagram og Snapchat.

Segir hann síðasta ár búið að vera frábært í brimbrettaíþróttinni. „Ég vildi ná meiri árangri í brimbrettaíþróttinni og fór markvisst að styrkja mig líkamlega. Eftir að ég gerði það náði ég að vera lengur á brettinu í einu og hélt enn meira jafnvægi. Þegar ég var að byrja í þessu þá var bara að það að synda frá landi og til baka rosalega erfitt. Núna get ég verið á fullu í 5-6 tíma í einu.“

„Ég er líka alltaf að reyna að verða betri manneskja og ráðast í mína bresti. Þegar ég er í þeim gír að velta mér upp úr því þá er gott að skrifa niður og koma því frá mér. Þannig kemur sjálfsskilningurinn og árangurinn. Ef fólk dreymir um eitthvað eða vill ná árangri, þá á bara að vinna í því að gera það að veruleika. Annars verður draumurinn alltaf bara draumur.“

Fylgja má Heiðari Loga á Instagram og Snapchat: heidarlogi.

Lesa má viðtalið í heild sinni hér.

 

 

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Kristín Rut var á geðdeild með nýfætt barn: „Langaði helst að drepa sjálfa mig og hana“

Kristín Rut var á geðdeild með nýfætt barn: „Langaði helst að drepa sjálfa mig og hana“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán: „Allar konur vilja gjafir og rómantík, þó þær séu rauðsokkur“

Ásdís Rán: „Allar konur vilja gjafir og rómantík, þó þær séu rauðsokkur“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Taktu prófið: Aðeins fólk með háa greindarvísitölu nær öllu rétt

Taktu prófið: Aðeins fólk með háa greindarvísitölu nær öllu rétt
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Flugfreyja selur fallega íbúð: 66 fermetrar á 35 milljónir

Flugfreyja selur fallega íbúð: 66 fermetrar á 35 milljónir
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Þóttist hafa gengið undir róttæka lýtaaðgerð og plataði mörg hundruð þúsund manns – „Þú ættir að drepa þig“

Þóttist hafa gengið undir róttæka lýtaaðgerð og plataði mörg hundruð þúsund manns – „Þú ættir að drepa þig“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Lára fór til lýtalæknis eftir atvik í Versló: Kennari notaði nefið sem sýnishorn

Lára fór til lýtalæknis eftir atvik í Versló: Kennari notaði nefið sem sýnishorn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.