Bleikt

Ólöf skrifar um fórnarlömb ofbeldis: „Ég er sterkari í dag en í gær“

Vynir.is
Mánudaginn 9. júlí 2018 19:00

Allir hafa sína sögu að segja og í raun erum við mótuð af því sem við höfum gengið í gegnum. Fórnarlömb ofbeldismanna/kvenna eru oft miklu brotnari en aðrir aðilar og því kannski í raun miklu sterkari tilfinningalega séð og andlega heldur en aðrir,“ skrifar Ólöf Gunnarsdóttir í færslu sinni á Vynir.is

Ofbeldi lýsir sér í svo mörgum myndum og er því mjög algengt að fólk hafi orðið fyrir einhverskonar ofbeldisverknaði í gegnum ævina.

En hver saga er mikilvæg og ég vill að fólk klappi sér á bakið og segi við sjálfa sig ,,ég er sterkari í dag en í gær“ ef þau hafa komist í gegnum erfiðar aðstæður og standa enn með höfuðið hátt því við erum svo sannarlega sannar hetjur að standa ennþá í lappirnar eftir að hafa verið hrint niður mörgum sinnum.

Ofbeldismönnum mun aldrei vera fyrirgefinn verknaðurinn sem þau kostuðu okkur en við getum þakkað fyrir það að vera mun næmari þegar kemur að samskiptum við aðra og miklu varkárari gagnvart ákveðnum karakterum. Við erum þau sem höldum á keflinu í lokasprettinum og förum með það yfir endalínuna.

Við sýnum skilning þegar fólki líður illa og erum miklu líklegri til þess að vera til staðar þegar eitthvað bjátar á, en að sjálfsögðu eru allir sannir vinir til staðar fyrir þá sem þurfa mest á því að halda

Ég veit að ég segi þetta oft og mun ábyggilega halda áfram að gera það en ég tengi ofboðslega mikið við tónlist og langaði að deila lagi hér sem talar í raun mikið fyrir hönd okkar sem höfum gengið í gegnum erfiðar aðstæður.


Stutt og laggóð færsla en þörf áminning fyrir þá sem eru stundum að gefast upp,
Áfram við, Ólöf

Færslan er skrifuð af Ólöfu og birtist upphaflega á Vynir.is

Vynir.is
Við erum nokkrar stelpur sem að skrifum inn á vynir.is! Katrín Helga, Kristín, Helga Rut, Agnes, Laufey Inga, Aníta Rún, Stefanía Hrund & Árný Hlín.
Síðan okkar er fyrst og fremst byggð á húmor, vináttu, afþreyingu, uppskriftum, matseðlum og persónulegum færslum úr okkar lífi.
Við erum tiltölulega ný í blogg heiminum og hlakkar okkur mikið til komandi tíma.
Vynir.is eru á Facebook : https://www.facebook.com/vynir.is/
Og Instagram: https://www.instagram.com/vynir.is/
www.vynir.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Hann bað kærustunnar og fólk er brjálað: „Þvílíkur fávitaskapur“ – Sjáið ástæðuna

Hann bað kærustunnar og fólk er brjálað: „Þvílíkur fávitaskapur“ – Sjáið ástæðuna
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Átakanlegt símtal móður til Neyðarlínunnar: „Hann hættir ekki, hjálpið mér, hún er að deyja!“

Átakanlegt símtal móður til Neyðarlínunnar: „Hann hættir ekki, hjálpið mér, hún er að deyja!“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sonur Sigurbjargar er alkóhólisti: „Hann hefur óhugnanlega oft verið nærri dauðanum“

Sonur Sigurbjargar er alkóhólisti: „Hann hefur óhugnanlega oft verið nærri dauðanum“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Karen upplifði mikinn kvíða og óttaðist að missa tengsl við raunveruleikann: „Mér leið eins og fanga í eigin líkama“

Karen upplifði mikinn kvíða og óttaðist að missa tengsl við raunveruleikann: „Mér leið eins og fanga í eigin líkama“