Bleikt

10 atriði sem mamma þín sagði þér aldrei

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 9. júlí 2018 15:55

  1. Þú fékkst hana til þess að gráta. Oft.

Hún grét þegar hún komst að því að hún væri ófrísk, hún grét þegar hún fæddi þig. Hún grét þegar hún hélt á þér í fyrsta skipti, hún grét af gleði. Hún grét af ótta um velferð þína, hún grét úr áhyggjum af þér. Hún upplifði gleði þína, sorgir og deildi tilfinningunum með þér, hvort sem þú fannst fyrir því, eða ekki.

  1. Hana langaði í síðustu sneiðina af kökunni

En þegar hún sá þig horfa á hana með þessum stóru augum og sleikja útundan með litlu tungunni þá gat hún ekki borðað hana. Hún vissi að það myndi gera hana miklu glaðari að sjá litla magann þinn saddan heldur en hennar eigin.

  1. Það var sárt fyrir hana að koma þér í heiminn

Það var sárt þegar þú togaðir í hárið á henni í leik, sparkaðir í hana í svefni, og sagðir henni að einhver hefði strítt þér í skólanum. En hún leit framhjá því, beit á jaxlinn og barðist fyrir þig.

  1. Hún var alltaf hrædd

Frá þeirri stundu sem hún vissi að hún væri ófrísk, gerði hún allt sem í hennar valdi stóð til að vernda þig. Hjarta hennar missti úr tvö slög þegar þú tókst fyrstu skrefin. Hún vakti eftir þér þegar þú komst seint heim og vaknaði með þér á morgnana.

  1. Hún veit að hún er ekki fullkomin

Hún gagnrýndi sjálfa sig stöðugt fyrir það sem miður fór. Hún er hörð á sjálfa sig varðandi allt sem tengist móðurhlutverkinu. Hún vildi verða fullkomna móðirin, sem gerði ekkert rangt, en af því að hún er mannleg gerði hún mistök. Hún reynir af fyrirgefa sér fyrir þau. Hún vildi óska að hún gæti ferðast aftur í tímann og gert eitt og annað öðruvísi En hún getur það ekki svo vertu skilningsrík. Leyfðu henni að finna að hún gerði eins vel og hún gat.

  1. Hún horfði á þig sofa

Það kom fyrir að þú hélst henni vaknaði um miðjar nætur þegar þú gast ekki sofið. Hún gat varla haldið augunum opnum þegar hún söng fyrir þig og bað innra með sér að þú myndir sofna fljótt. Þegar þú loks sofnaðir hvarf þreytan eins og dögg fyrir sólu í nokkrar sekúndur þegar hún sat við rúmið, horfði á þig og upplifði meiri ást en hún vissi að væri til í þessum heimi.

  1. Hún gekk með þig miklu lengur en í eina meðgöngu

Þú þarfnaðist þess svo hún gerði það. Hún lærði að halda á þér á meðan hún þreif húsið, borðaði, talaði í símann og braut saman þvott.. Jafnvel á meðan hún svaf. Hún fékk stundum illt í handleggina, bakið en það skipti hana ekki máli vegna þess að hún vildi að þú fyndir öryggið sem þú leitaðir í.

Hún hjúfraði sig upp að þér, elskaði þig, kyssti þig og lék við þig. Þú fannst fyrir öryggi í örmum hennar og vissir að þú værir elskuð. Móðir þín hélt á þér miklu lengur, eins mikið og eins oft og þú þurftir á að halda.

  1. Hún fékk sting í hjartað þegar hún sá þig gráta

Það voru engin hljóð jafn hrikaleg eins og þegar tárin streymdu niður fullkomna andlitið þitt. Hún gerði allt sem í hennar valdi stóð til að hugga þig og þegar hún gat það ekki þá fann hún til.

  1. Hún setti þig í fyrsta sætið

Hún hélt áfram, dögum saman, án máltíða, þess að fara í sturtu og slitróts svefns. Hún setti þínar þarfir alltaf framar sínum eigin. Hún eyddi öllum deginum í að fullnægja þínum þörfum og í lok dags átti hún enga orku eftir fyrir sjálfa sig. Daginn eftir vaknaði hún og  gerði þetta allt aftur, af því að þú skiptir hana svo miklu máli.

  1. Hún myndi gera þetta allt aftur

Að vera mamma er erfiðasta starf í heimi. Þú grætur, þú reynir, þér mistekst, þú vinnur og þú lærir.  En þú finnur líka til meiri gleði heldur en þú gerðir þér grein fyrir að þú gætir upplifað, og meiri ást en þú vissir að væri til.

Þrátt fyrir allan sársaukann, sorgina, andvökunætur og morgnana sem þú lést móður þína þola, þá myndi hún gera þetta allt aftur fyrir þig vegna þess að þú ert henni svo mikils virði. Svo næst þegar þú hittir móður þína, þakkaðu henni fyrir og láttu hana vita að þú elskir hana. Þú getur aldrei sagt henni það of oft.

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Hann bað kærustunnar og fólk er brjálað: „Þvílíkur fávitaskapur“ – Sjáið ástæðuna

Hann bað kærustunnar og fólk er brjálað: „Þvílíkur fávitaskapur“ – Sjáið ástæðuna
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Átakanlegt símtal móður til Neyðarlínunnar: „Hann hættir ekki, hjálpið mér, hún er að deyja!“

Átakanlegt símtal móður til Neyðarlínunnar: „Hann hættir ekki, hjálpið mér, hún er að deyja!“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sonur Sigurbjargar er alkóhólisti: „Hann hefur óhugnanlega oft verið nærri dauðanum“

Sonur Sigurbjargar er alkóhólisti: „Hann hefur óhugnanlega oft verið nærri dauðanum“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Karen upplifði mikinn kvíða og óttaðist að missa tengsl við raunveruleikann: „Mér leið eins og fanga í eigin líkama“

Karen upplifði mikinn kvíða og óttaðist að missa tengsl við raunveruleikann: „Mér leið eins og fanga í eigin líkama“