fbpx
Bleikt

Heimagerðar sætkartöflufranskar

Fagurkerar
Laugardaginn 7. júlí 2018 14:00

Ég er rosalega hrifin af sætum kartöflum og allskonar réttum og meðlæti sem hægt er að græja úr þeim. Sætkarftöflufranskar passa svo vel með allskyns kjötréttum, hamborgurum eða einar og sér og hér er skotheld uppskrift af heimgerðum sætkartöflufrönskum sem allir geta gert!

Uppskrift

Byrjum á því að flysja sæta karftöflu í þeirri stærð sem hentar fyrir fjöldann og skera niður í franskar.
IMG_20170917_162802

Galdurinn liggur svo í kryddblöndunni!

Kryddblanda

Hálfur dl olía eftir smekk (td. ólífu eða avocadó).

1 msk Maldonsalt

1 tsk paprikuduft

1 tsk hvítlauksduft
1 msk fersk frosin steinselja ( fæst í frystinum í bónus og hagkaup td).

Best er að taka stóra skál og blanda kryddinu öllu saman í hana og hræra vel og bæta svo frönskunum útí og hræra þar til allt er vel blandað.

IMG_20170917_163442

 

Setja kartöflurnar á plötu með bökunarpappír og inní ofn á 200 gráðum í ca 30 mín á blæstri. Fylgjast vel með og snúa þeim þegar þær eru hálfnaðar.

IMG_20170917_173905

Og voila! Gómsætar franskar á stuttum tíma sem allir elska

Færslan er skrifuð af Hönnu Þóru og birtist upphaflega á Fagurkerar.is

Hægt er að fylgjast með Hönnu á Snapchat undir notandanafninu: hannzythora

Fagurkerar
Fagurkerar.is er ein af stærstu bloggsíðum landsins og samanstendur af þeim Hönnu Þóru, Hrönn, Siggu Lenu, Tinnu, Anítu Estívu og Þóreyju. Allar eiga þær það sameiginlegt að vera miklir fagurkerar á mismunandi sviðum.
Við leggjum okkur fram við að vera fræðandi, skemmtilegar og persónulegar. Einnig leggjum við áherslu á það að sýna lífið eins og það er í raun og veru.

www.fagurkerar.is

Þið finnið okkur á Snapchat, Instagram og Facebook undir : Fagurkerar
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Arnar reynir að taka alvarlegt viðtal við tvíburabróður sinn – Útkoman er sprenghlægileg

Arnar reynir að taka alvarlegt viðtal við tvíburabróður sinn – Útkoman er sprenghlægileg
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Góð ráð Svandísar um lestarferð í Evrópu: „Ef eitthvað virkar of gott til að vera satt – þá er það of gott til að vera satt“

Góð ráð Svandísar um lestarferð í Evrópu: „Ef eitthvað virkar of gott til að vera satt – þá er það of gott til að vera satt“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Þrífætta, eyrnalausa kanínan Mimi á allskonar hekluð gervieyru

Þrífætta, eyrnalausa kanínan Mimi á allskonar hekluð gervieyru
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Dagbjört misbauð sjálfri sér með áfengisneyslu: „Fljótlega fór þörfin til þess að deyfa mig með víni vaxandi“

Dagbjört misbauð sjálfri sér með áfengisneyslu: „Fljótlega fór þörfin til þess að deyfa mig með víni vaxandi“