Bleikt

Svona heillar þú tengdaforeldra þína upp úr skónum

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 6. júlí 2018 17:00

Að hitta foreldra makans í fyrsta skiptið getur verið mjög stressandi fyrir marga. Það er margt sem getur komið upp á og sumir eiga það til að mikla þessa heimsókn of mikið fyrir sér.

Hvað ef þeim líkar ekki við þig? Hvað ef þú brýtur vasann sem þau fengu í brúðkaupsgjöf? Hvað ef fjölskylduhundurinn þolir þig ekki?

Það eru margar svona spurningar sem eiga það til að poppa upp í kollinn á þeim sem er að fara að hitta tilvonandi tengdaforeldra. Það var þess vegna sem Metro gerði lista af hlutum fyrir maka til þess að hafa í huga þegar þeir fara í fyrsta matarboðið til tengdó.

Vertu góður gestur – Þú þarft ekki að reyna of mikið á þig

 • Foreldrar eru eins og hundar, þeir geta þefað uppi áhyggjur.
 • Það getur verið gott að mæta með vínflösku, blóm eða súkkulaði.
 • Þú verður að vera í hreinum fötum, annað er aldrei í lagi.
 • Ekki hanga í símanum allt matarboðið.
 • EKKI spyrja hvort þú getir hjálpað til. Gakktu rakleiðis inn í eldhús og hjálpaðu til við að leggja á borð. Eftir matinn stendur þú upp og hjálpar til við að fara með leirtauið inn í eldhús. Ef þú spyrð þá munu þau segja nei, en með þessu móti ert þú að sýna fram á að hjálpa til sé sjálfsagður hlutur. Þau þurfa ekki að þakka þér fyrir.

Ekki monta þig

 • Ekki monta þig af neinu.
 • Þetta eru mistökin sem flestir gera, þeir reyna að sýna hvað í þeim býr við matarborðið.
 • Við vitum alveg að þú vilt heilla tengdaforeldrana með því að lauma því inn að þú sért nýbúinn að fá launahækkun. Slepptu því.
 • Tengdaforeldrar þínir munu taka eftir því hvort þú ert metnaðarfullur og klár einstaklingur. Þú þarft ekki ljósaskylti til þess að auglýsa það.
 • Ræddu frekar um bækur og bíómyndir sem þér líkar.

Ekkert klám

 • Í Guðana bænum, það er vandræðalegt fyrir alla þegar þið farið í sleik við matarborðið.
 • Ekki heldur mata hvort annað, hvað þá ef þið eruð á veitingastað.
 • Geymið allt slíkt þar til þið eruð ein.

Ekki skipta þér af því sem þér kemur ekki við

 • Sumar samræður mátt þú taka þátt í. Til dæmis umræður um fótbolta eða bíómyndir.
 • Lestu aðstæðurnar. Ef maki þinn er að ræða við foreldra sína um það hvort hann eigi að hætta í vinnunni og þú sérð að mikill hiti er að færast í samræðurnar. Ekki þá skipta þér af.
 • Það er miklu líklegra til árangurs að reyna að breyta umræðuefninu og hrósa fyrir matinn.

Slepptu því að fá þér í glas

 • Ef þú heldur, af einhverri ástæðu, að það sé sniðugt að fá sér nokkur glös af Gin og Tonic með tengdaforeldrum þínum í fyrsta matarboðinu þá getum við látið þig vita hér og nú að það er ekki góð hugmynd.

Ekki reyna of mikið að vera fyndin

 • Það eru ýmsir kostir sem foreldrar vilja sjá í maka barnanna sinna. Heiðarleiki, greind og reglusemi er meðal annars á þeim lista. Það sem er ekki á listanum eru stand-up grínistar.
 • Gullna reglan er að reyna ekki of mikið.
 • Allar fjölskyldur eru mismunandi. Sumar hafa svartan húmor, aðrar ekki. Þú þarft tíma til þess að átta þig á því hvernig tengdaforeldrar þínir eru. Það er alltaf tími til þess að vera fyndin seinna.

Fylgdu matarboðinu eftir með því að senda skilaboð eða hringja

 • Það er alltaf gott að þakka vel fyrir sig.
 • Daginn eftir matarboðið er alltaf sniðugt að senda tengdaforeldrunum skilaboð eða hringja í þau og þakka kærlega fyrir þig.
Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV.
Netfang: anita@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Hann bað kærustunnar og fólk er brjálað: „Þvílíkur fávitaskapur“ – Sjáið ástæðuna

Hann bað kærustunnar og fólk er brjálað: „Þvílíkur fávitaskapur“ – Sjáið ástæðuna
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Átakanlegt símtal móður til Neyðarlínunnar: „Hann hættir ekki, hjálpið mér, hún er að deyja!“

Átakanlegt símtal móður til Neyðarlínunnar: „Hann hættir ekki, hjálpið mér, hún er að deyja!“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sonur Sigurbjargar er alkóhólisti: „Hann hefur óhugnanlega oft verið nærri dauðanum“

Sonur Sigurbjargar er alkóhólisti: „Hann hefur óhugnanlega oft verið nærri dauðanum“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Karen upplifði mikinn kvíða og óttaðist að missa tengsl við raunveruleikann: „Mér leið eins og fanga í eigin líkama“

Karen upplifði mikinn kvíða og óttaðist að missa tengsl við raunveruleikann: „Mér leið eins og fanga í eigin líkama“