fbpx
Bleikt

Björn Hlynur: „Ég elska mat en ég kunni mér ekki hóf vegna lotugræðginnar“

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 6. júlí 2018 20:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Björn Hlynur Pétursson er fyrsti karlmaðurinn á Íslandi sem var lagður inn á göngudeild Landspítalans fyrir átröskunarsjúklinga. Frá unga aldri átti hann í erfiðleikum með sjálfsmynd sína og tók það sinn toll á andlegri og líkamlegri heilsu hans í áraraðir. Hann skammaðist sín fyrir að vera í yfirþyngd og glímdi við lotugræðgi og lystarstol.

Blaðamaður settist niður með Birni þar sem hann fór yfir reynslusögu sína, sem að hans sögn er hlaðin sorg en í senn ákveðinni gleði. Segir hann að það sé algengur misskilningur að halda því fram að sjúkdómar af þessu tagi snúist um að þola ekki mat. Í hans tilfelli var það þveröfugt.

„Ég elska mat, en ég kunni mér ekki hóf vegna lotugræðginnar,“ segir Björn og fullyrðir að oft hafi komið fyrir á þessum tíma að hann hafi keypt sér sextán tommu pitsu og tvo lítra af ís, sem var hvort tveggja borðað á skömmum tíma. Þá segir hann að búlimían hafi komið inn í myndina og var matarreikningurinn farinn að slaga upp í verulega háa tölu. Svo ældi ég þessu öllu strax eftir að ég borðaði.“

Nálægt gröfinni

„Með tímanum fór mér að finnast ég laða að mér geðraskanir. Ég var með bullandi ADHD og kvíðaröskun og fer í úrræðismeðferð tengda þessu þegar ég var í kringum tvítugt,“ segir hann. „Ég fór að vilja flottan og heilbrigðan líkama og vildi gera eitthvað í málunum. Ég setti mér fyrst það markmið að vera 90 kíló og svo 80 kíló, en ég var aldrei sáttur,“ segir hann. „Ég byggði upp vöðvamassa og náði góðum árangri, svo fór ég í öfgana, fór að kötta út fæðutegundir og mæta í ræktina í allt að fimm klukkutíma í senn, sem er auðvitað ekki eðlilegt. Ég bara stoppaði ekki.“

Samkvæmt Birni stýrðist ýmislegt í lífi hans af ótta, þá sérstaklega ótta við höfnun. Hann reyndi að hylja ástand sitt fyrir öðrum, sérstaklega fyrir foreldrum sínum. Hann skammaðist sín mikið fyrir allt sem hann lét ofan í sig og hélt að hann myndi þyngjast við það eitt að drekka vatn.

 

Viðtalið verður birt í heild sinni á sunnudaginn.

Tómas Valgeirsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Þriggja mánaða sonur Maríu Gróu er með kíghósta – Biðlar til fólks að bólusetja börnin sín

Þriggja mánaða sonur Maríu Gróu er með kíghósta – Biðlar til fólks að bólusetja börnin sín
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Ellen hélt óhefðbundna kynjaveislu sem vakið hefur athygli um allan heim

Ellen hélt óhefðbundna kynjaveislu sem vakið hefur athygli um allan heim
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Giftu sig sem Bósi ljósár og Viddi – Gestirnir í Disney búningum

Giftu sig sem Bósi ljósár og Viddi – Gestirnir í Disney búningum
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Svona getur neysla fíkniefna farið með þig – Fyrir og eftir myndir

Svona getur neysla fíkniefna farið með þig – Fyrir og eftir myndir