fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Sjö ráð sem mamma þín gaf þér en þú fórst ekki eftir

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 5. júlí 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar við erum börn og langt fram eftir unglingsaldri, eigum við það til að hlusta ekki á foreldra okkar. Þau eru bara gamalt fólk sem hefur ekki hugmynd um hvernig það er að vera unglingur í dag. Eða það segjum við sjálfum okkur með miklum sannfæringarkrafti.

Það voru því nokkrar konur sem gáfu Huffington smá innsýn í það hvað mæður þeirra ráðlögðu þeim á sínum tíma sem þær fóru ekki eftir, en sáu svo eftir því seinna meir.

Hún hafði rétt fyrir sér um karlmenn

  1. „Ekki byrja í sambandi með manni sem þú ert að vinna með,“ var það sem mamma ráðlagði mér. Auðvitað hlustaði ég ekki á hana og hóf samband með manni sem ég vann með á veitingastað. Stuttu síðar hætti hann með mér og það var ömurlegt að þurfa að hitta hann alla daga. Þetta mun ég aldrei gera aftur.

Auðvitað hafði hún rétt fyrir sér varðandi sólarvarnir

  1. Mamma mín reyndi að stöðva mig í því að vera í sólbaði allt sumarið án þess að bera á mig vörn. Hún sagði mér líka að plokka ekki öll hárin af augabrúnunum á mér. Ég hlustaði á hvorugt, sé eftir því í dag.

Hún vissi betur þegar kom að hárinu á mér

  1. Að raka aðra hliðina á hárinu og að klippa restina í drengjakoll fór mér ekki vel. Bara ef ég hefði hlustað á móður mína áður en ég lét vaða.

Að skipuleggja sig vel er góð hugmynd

  1. Mamma sagði mér alltaf að finna til föt kvöldið áður. Það er eitt af besta ráðinu sem hún gaf mér. Það sparar mér svo mikinn tíma.
  2. „Taktu með þér jakka.“ Hversu oft hefur mamma sagt þetta og ég hlustaði ekki en hefði átt að gera það? Svona um það bil 916 sinnum.

Systkina ástin, ó systkina ástin

  1. Við systkinin rifumst eins og hundur og köttur. Mamma sagði alltaf við okkur að við yrðum bestu vinir einn daginn en ég trúði henni aldrei. Nú þegar við erum orðin eldri þá veit ég ekki hvað ég gerði án systkina minna.

Börn eiga ekki að hafa sparistell

  1. Ég þurfti að fá mér plastdiska þegar ég eignaðist börn. Fyrirgefðu mamma að ég reifst við þig um það!

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni

Jólaskotárásin á Hvaleyrarholti – Faðirinn skýldi 9 ára dóttur sinni fyrir skothríðinni
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Villa staðfestir gleðitíðindin

Villa staðfestir gleðitíðindin