fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Bleikt

Ragga nagli: „Mataræði er ekki ein stærð sem hentar öllum“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 5. júlí 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þeim nýjasta fjallar hún um að hver og einn finni mataræði sem hentar viðkomandi.

Mataræði er ekki ein stærð sem hentar öllum.

Mataræði er ekki eins og regnsláin sem þú kaupir í neyðarástandi á bensínstöðinni í Vestmannayjum.

Á hverjum degi garga á okkur nýir kúrar á skjánum.
Bronslituð fljóð í bikiníspjör og vogskornir piltar sem hafa tálgað smjör af skotti básúna boðskapinn.

Ákveðin matvæli hljóta náð fyrir augum nefndarinnar.
En aðeins á ákveðnum tíma dags.

Sum matvæli eru á hryðjuverkalista Sameinuðu Þjóðanna.
Sama gildir um ákveðinn tíma dags.

En áður en þú hoppar með bundið fyrir augun á næsta kúr er nauðsynlegt að vopna sig með þekkingu.

Því margir telja að hið nýja trend sem er að tröllríða öllu á Instagramminu sé sveipað dulúð og muni opna hlið Sesams fyrir horuðum rassi og eilífri æsku.

Það mun engin álfadrottning koma sem sáldrar töfradufti yfir þig og smjörið lekur á hraða örbylgjunnar.

Þó þú borðir einungis epli tínd af litlum börnum í Nepal þá verður húðin ekki stinnari, eða brækurnar víðari.

Fitutap er fyrst og fremst afleiðing af að vera í hitaeiningaþurrð í lok dags.
Að dúndra færri hitaeiningum í grímuna en líkaminn nýtir til að knýja sig áfram.

Það sem allar mataræðisstefnur eiga sameiginlegt er að búa til þessa hitaeiningaþurrð.

Það er því ekki höfuðatriði hvaða stefnu þú pikkar upp.
Heldur hvernig þér líður og hvaða árangur það gefur.

Verður þú slenaður og þreyttur eftir kolvetnaríka máltíð?
Þá hentar þér kannski að borða minna af þeim.
Eða ertu dragandi rassinn að berjast við augnlokin eftir skrifstofunni á lágkolvetnakúr?
Dúndraðu upp kartöflum og grjónum.
Líður þér illa að löðra allt í bernes og smjöri. Þá er Atkins kannski ekki málið.
Ertu urlandi sáttur að fasta til hádegis. Hentu þér í 16:8.
Ertu á æfingu eins og borðtuska eftir Októberfest stúdenta á Zone kúrnum. Þá þarftu kannski að endurskoða málið.

Við erum eins og petrídiskur alla ævi að finna út hvað hentar okkur og hvað ekki.

Það sem virkar fyrir Jónu í saumaklúbbnum virkar ekki endilega fyrir þig.

Það sem virkaði fyrir þig í fyrra, virkar kannski ekki eins vel núna.

Það er lykilatriði að gefa öllu mataræði nægan tíma til að virka.
Þess vegna þarftu að finna mataræði sem þú sérð fyrir þér að geta viðhaldið í þennan langa tíma.

Í hvaða kringumstæðum sem er.
Sama hvaða hindrunum lífið hendir í þig.

Mataræði þar sem þú hlakkar til að borða.
Þú nýtur þess að borða matinn þinn.
Maturinn fer vel í skrokkinn.

Tileinkaðu þér mataræði sem eflir skrokkinn þinn, bætir þína heilsu, færir þig nær þínum markmiðum og friðar hausinn þinn.
Mataræðið þitt þarf ekki að koma upp í leitarstreng á Google, eða innbundið í skræðu úr Mál og menningu.
Mataræðið þitt þarf bara að passa þér.

Facebooksíða Röggu nagla.

 

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“

Kærastan sendir Rúrik einlæga ástarjátningu: „Takk fyrir að vera maður drauma minna“
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær

Kylie Jenner og Ariana Grande misstu milljónir fylgjenda í gær
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Kristín Rut var á geðdeild með nýfætt barn: „Langaði helst að drepa sjálfa mig og hana“

Kristín Rut var á geðdeild með nýfætt barn: „Langaði helst að drepa sjálfa mig og hana“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán: „Allar konur vilja gjafir og rómantík, þó þær séu rauðsokkur“

Ásdís Rán: „Allar konur vilja gjafir og rómantík, þó þær séu rauðsokkur“
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Taktu prófið: Aðeins fólk með háa greindarvísitölu nær öllu rétt

Taktu prófið: Aðeins fólk með háa greindarvísitölu nær öllu rétt
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja selur fallega íbúð: 66 fermetrar á 35 milljónir

Flugfreyja selur fallega íbúð: 66 fermetrar á 35 milljónir
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Þóttist hafa gengið undir róttæka lýtaaðgerð og plataði mörg hundruð þúsund manns – „Þú ættir að drepa þig“

Þóttist hafa gengið undir róttæka lýtaaðgerð og plataði mörg hundruð þúsund manns – „Þú ættir að drepa þig“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Lára fór til lýtalæknis eftir atvik í Versló: Kennari notaði nefið sem sýnishorn

Lára fór til lýtalæknis eftir atvik í Versló: Kennari notaði nefið sem sýnishorn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.