fbpx
Bleikt

Hugmyndir að millimáli

Vynir.is
Fimmtudaginn 5. júlí 2018 09:00

Ég á oft ótrúlega erfitt með að finna mér eitthvað til þess að borða og oftar en ekki enda ég á því að fá mér það sama aftur og aftur.
Auðvitað væri bara lang best ef að maður gæti ráðið manneskju í vinnu við það að elda mat, leggja hann fyrir framan mann og skipuleggja svo nesti fyrir daginn.

Því ég er þannig að ef ég borða ekki reglulega og rétt að þá á ég það til að leita í eitthvað fljótlegt sem að gefur mér enga næringu.

Undanfarið ár hef ég því verið að vinna svolítið með fjölbreyttan, hollan og góðan mat, sem og millimál. Og mig langar til þess að deila nokkrum hugmyndum af millimálum með ykkur.

Millimál án mikillar fyrirhafnar

 • 2x Súrdeigs hrökkbrauð með smjöri og 3% silkiskinku.
 • 2x Flatkaka með osti og kjúklingaáleggi hitað annaðhvort í örbylgjuofni eða á samlokugrilli.
 • Próteinstykki frá barbells eða atkins ( það eru mín uppháhalds, en auðvitað val hverns og eins ).
 • 2x Flatkaka með avacado og kjúklingaáleggi
 • 1 skeið af vanillupróteini, klakar, ein lúka af frosnu avacado og 300 ml vatn í blandara – einnig gott eftir æfingar.

 • 100 ml af eggjahvítum steiktum á pönnu – hægt að bæta allskonar útí , mér finnst gott að setja smá af 3% silkiskinku, papriku og lauk.
 • 4x Mais poppkex með smjöri og osti
 • 2x hrökkbrauð með kotasælu og papriku sneiðum – krydd eftir smekk
 • Edamame baunir  (hægt að smella á til að finna ýtarlegri upplýsingar um baunirnar) – þú finnur fljótt seddutilfinninguna og borðar í hófi að þá er þetta fullkomið millimál.
 • Hrökkbrauð með hummus
 • Kotasæla, túnfiskur og kúskús

Þessir skammtar sem ég tek fram hérna eru þeir sem henta mér, auðvitað er það mismunandi. En þá er um að gera að finna út hversu mikið þú „átt“ að borða yfir daginn.

Ég get ekki borðað egg vegna þess að ég er með óþol fyrir eggjarauðunni – þess vegna kaupi ég mér bara eggjahvítur í brúsa. Svo er alltaf gott að grípa með sér banana, epli eða peru og borða það með hnetusmjöri.

Vonandi kemur þetta sér vel fyrir einhverja sem eiga í erfiðleikum með hugmyndaflugið þegar kemur að mat.

Verði ykkur að góðu !

Færslan er skrifuð af Katrínu Helgu og birtist upphaflega á Vynir.is

Vynir.is
Við erum nokkrar stelpur sem að skrifum inn á vynir.is! Katrín Helga, Kristín, Helga Rut, Agnes, Laufey Inga, Aníta Rún, Stefanía Hrund & Árný Hlín.
Síðan okkar er fyrst og fremst byggð á húmor, vináttu, afþreyingu, uppskriftum, matseðlum og persónulegum færslum úr okkar lífi.
Við erum tiltölulega ný í blogg heiminum og hlakkar okkur mikið til komandi tíma.
Vynir.is eru á Facebook : https://www.facebook.com/vynir.is/
Og Instagram: https://www.instagram.com/vynir.is/
www.vynir.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Arnar reynir að taka alvarlegt viðtal við tvíburabróður sinn – Útkoman er sprenghlægileg

Arnar reynir að taka alvarlegt viðtal við tvíburabróður sinn – Útkoman er sprenghlægileg
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Góð ráð Svandísar um lestarferð í Evrópu: „Ef eitthvað virkar of gott til að vera satt – þá er það of gott til að vera satt“

Góð ráð Svandísar um lestarferð í Evrópu: „Ef eitthvað virkar of gott til að vera satt – þá er það of gott til að vera satt“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Þrífætta, eyrnalausa kanínan Mimi á allskonar hekluð gervieyru

Þrífætta, eyrnalausa kanínan Mimi á allskonar hekluð gervieyru
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Dagbjört misbauð sjálfri sér með áfengisneyslu: „Fljótlega fór þörfin til þess að deyfa mig með víni vaxandi“

Dagbjört misbauð sjálfri sér með áfengisneyslu: „Fljótlega fór þörfin til þess að deyfa mig með víni vaxandi“