Bleikt

Hrollvekjandi myndskeið sýnir hætturnar sem börnin okkar geta lent í á heimilinu – Pössum okkur á þessu – Sjáðu listann

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 5. júlí 2018 11:45

Það er aldrei of oft bent á þær hættur sem börn geta lent í á heimilinu. Oft er um að ræða hluti sem foreldrar gera sér ekki grein fyrir að geta á ögurstundu reynst  lífshættulegir fyrir litlu krílin okkar.  Foreldri þarf ekki nema að líta undan í eitt augnablik og þá getur barnið verið búið að koma sér í lífshættulegar aðstæður.

Kommóður og stórir skápar hafa verið mikið í umræðunni undanfarið. Börn eiga það til að klifra upp í kommóður sem ekki eru veggfastar og skapast þá mikil hætta þar sem kommóðan getur auðveldlega dottið yfir barnið.

Hér fyrir neðan má sjá lista af venjulegum hlutum sem eru nánast inni á hverju heimili en geta auðveldlega verið hættulegir fyrir börn:

  1. Baðkar /Stór fiskabúr

Hlutir sem geta innihaldið mikið magn af vatni geta verið hættuleg fyrir börn. Börn elska að leika sér með vatn og ef þau eru skilin eftir ein nálægt baðkari eða fiskabúri geta þau auðveldlera dottið ofan í. Jafnvel þótt vatnsyfirborðið sé ekki hátt þá eru aðstæðurnar hættulegar fyrir börnin.

  1. Rafmagnsinnstungur / Rafmagnstæki

Mikilvægt er að hafa rafmagnstæki þar sem börn ná ekki til þeirra. Innstungum þarf að loka ef þær eru í þeirri hæð að börn ná til þeirra.

  1. Hillur / Kommóður

Börn elska að klifra. Skápar, hillur, kommóður og öll þau stóru húsgögn sem börn geta klifrað í, þarf að festa við veggi.

  1. Snúrur á gluggatjöldum

Snúran sem hangir niður úr gluggatjöldunum okkar er stórhættuleg fyrir börnin okkar. Um 17 þúsund börn hafa slasað sig á gluggatjaldasnúrum á milli áranna 1990 og 2015. Af þeim voru 300 börn sem létu nánast lífið vegna atviksins. Nokkur börn hafa dáið eftir að hafa vafið snúrunni um hálsinn á sér.

  1. Hitaketill

Flest heimili hafa ketil. Ef ekki er farið varlega og passað að hafa hann staðsettan þar sem börn ná ekki til, geta börnin auðveldlega brennt sig alvarlega.

  1. Oddhvassar brúnir á húsgögnum

Öll börn munu koma til með að detta. Bæði þegar þau eru að læra að ganga og svo þegar þau eru orðin eldri og farin að hlaupa um allt hús. Skarpar brúnir á húsgögnum geta verið virkilega hættulegar fyrir börn ef þau detta á þær. Það er því mikilvægt, sérstaklega þegar börnin eru ung og að læra að ganga að setja einhverskonar vörn á skörpustu brúnirnar.

  1. Lyf

Í augum barnanna eru lyf eins og sælgæti. Þau gera ekki greinarmun og átta sig ekki á hættunni við það að smakka. Lyf eiga því alltaf að vera geymd í lokuðum skáp þar sem börn ná ekki til.

  1. Gler

Ef börn fá heita drykki í glerglasi geta þau auðveldlega brennt sig. Einnig geta þau skorið sig ef glasið brotnar. Því er mikið hentugra að gefa þeim plastglös.

  1. Litlir hlutir og lítill matur

Litlir hlutir eins og tölur og perlur geta verið mjög hættuleg fyrir ung börn. Þau eiga það til að stinga hverju sem þau finna upp í sig og geta því kafnað á því. Bláber, vínber, hnetur og þess háttar lítill matur getur líka verið virkilega hættulegur fyrir börn. Það er alltaf mælt með því að skera ber í minni bita og fylgjast vel með þegar börn borða þau.

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Hann bað kærustunnar og fólk er brjálað: „Þvílíkur fávitaskapur“ – Sjáið ástæðuna

Hann bað kærustunnar og fólk er brjálað: „Þvílíkur fávitaskapur“ – Sjáið ástæðuna
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Átakanlegt símtal móður til Neyðarlínunnar: „Hann hættir ekki, hjálpið mér, hún er að deyja!“

Átakanlegt símtal móður til Neyðarlínunnar: „Hann hættir ekki, hjálpið mér, hún er að deyja!“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Sonur Sigurbjargar er alkóhólisti: „Hann hefur óhugnanlega oft verið nærri dauðanum“

Sonur Sigurbjargar er alkóhólisti: „Hann hefur óhugnanlega oft verið nærri dauðanum“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Karen upplifði mikinn kvíða og óttaðist að missa tengsl við raunveruleikann: „Mér leið eins og fanga í eigin líkama“

Karen upplifði mikinn kvíða og óttaðist að missa tengsl við raunveruleikann: „Mér leið eins og fanga í eigin líkama“