fbpx
Bleikt

Girnileg uppskrift af Teriyaki kjúkling með kúskús

Vynir.is
Miðvikudaginn 4. júlí 2018 17:00

Þessi réttur er gómsætur og hollur! Ég fékk þessa uppskrift hjá tengdamóður minni og ég virkilega dýrka þennan rétt!

Það sem þú þarf:
 • Kjúklingabringur
 • Teriyaki sósa
 • 2dl Hunang
 • Sítróna
 • Hvítlaukur
 • Kúskús
 • Gúrka
 • Rauðlaukur
 • Paprika
 • Tómatar
 • Spínat
 • Fetaostur
Hvernig það er gert:

Setjið alla teriyaki sósuna, hungangið, 4 hvítlauka og safa úr einni sítrónu í skál og hrærið saman þangað til allt blandast vel.

Skerið kjúklingabringurnar í stóra bita og setið þær í eldfast mót og hellið svo sósublöndunni yfir kjúklinginn. Látið sitja í 1-3 tíma.

Eldist í ofni á 200°c með undir og yfirhita stillingu í rúmar 40 mínútur.

Eldið kúskús (eða kaupið tilbúið) samkvæmt pakkningum, skerið niður grænmeti, mér finnst best að vera með: rauðlauk, papriku, gúrku, spínat, og kirsuberjatómata. Það er samt nær um því allt gott með þessu. Setið grænmetið, kúskús, fetaostinn (olíuna líka) og smá sítrónusafa saman í skál og blandið.

Þið gerið eins stóran skammt og þið viljið. Ég nota 3-5 kjúklingabringur með þessari sósu, en það getur verið meiri af kjúkling með þessum skammt af sósu.

Færslan birtist upphaflega á Vynir.is 

Vynir.is
Við erum nokkrar stelpur sem að skrifum inn á vynir.is! Katrín Helga, Kristín, Helga Rut, Agnes, Laufey Inga, Aníta Rún, Stefanía Hrund & Árný Hlín.
Síðan okkar er fyrst og fremst byggð á húmor, vináttu, afþreyingu, uppskriftum, matseðlum og persónulegum færslum úr okkar lífi.
Við erum tiltölulega ný í blogg heiminum og hlakkar okkur mikið til komandi tíma.
Vynir.is eru á Facebook : https://www.facebook.com/vynir.is/
Og Instagram: https://www.instagram.com/vynir.is/
www.vynir.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 2 dögum

Arnar reynir að taka alvarlegt viðtal við tvíburabróður sinn – Útkoman er sprenghlægileg

Arnar reynir að taka alvarlegt viðtal við tvíburabróður sinn – Útkoman er sprenghlægileg
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Góð ráð Svandísar um lestarferð í Evrópu: „Ef eitthvað virkar of gott til að vera satt – þá er það of gott til að vera satt“

Góð ráð Svandísar um lestarferð í Evrópu: „Ef eitthvað virkar of gott til að vera satt – þá er það of gott til að vera satt“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Þrífætta, eyrnalausa kanínan Mimi á allskonar hekluð gervieyru

Þrífætta, eyrnalausa kanínan Mimi á allskonar hekluð gervieyru
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Dagbjört misbauð sjálfri sér með áfengisneyslu: „Fljótlega fór þörfin til þess að deyfa mig með víni vaxandi“

Dagbjört misbauð sjálfri sér með áfengisneyslu: „Fljótlega fór þörfin til þess að deyfa mig með víni vaxandi“