Bleikt

Rúrik sigraði Fjallið – Vinsælasti Íslendingurinn

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 2. júlí 2018 19:51

Flestir vilja sjá Rúrik í stað Jóhannes Berg. Rúrik hefur nú þegar slegið í gegn á mótinu, en hann hefur eignast ótal kvenkyns aðdáendur á Instagram eftir að hann kom inn í leiknum gegn Argentínu

Rúrik Gíslason er sá Íslendingur sem á flesta fylgjendur á Instagram. Hafþór Júlíus Björnsson sterkasti maður í heimi og oft kallaður Fjallið átti þar til í dag flesta aðdáendur á samskiptamiðlinum. Fyrir nokkrum vikum átti Rúrik aðeins 30 þúsund fylgjendur en það breyttist snarlega eftir leik Íslands og Argentínu.

Rúrik er vinsæll á meðal kvenna og ef marka má athugasemdir við myndir Rúriks má ætla að flestir nýju fylgjendanna séu frá löndum Suður-Ameríku. Og þemað í færslunum við myndirnar sem Rúrik birtir er að hann sé þó nokkuð myndarlegri en meðalmaðurinn.

Einn notandi „taggar“ nokkrar vinkonur sína í færslu og segir: „Stelpur, ég fann hann – það er ekki hægt að vera sætari“.

Þegar þetta er skrifað eru aðdáendur Hafþórs 1,309,801 en Rúrik á 1,310,288 og bætist stöðugt í hópinn líkt og sjá má hér.

Ritstjórn Bleikt
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Amanda hræðist framtíðina: „Ég hef áhyggjur – Ég er leið – Ég finn fyrir vanmætti“

Amanda hræðist framtíðina: „Ég hef áhyggjur – Ég er leið – Ég finn fyrir vanmætti“
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Ert þú að gifta þig á næsta ári? Brúðarkjólatískan fyrir árið 2019 er komin út

Ert þú að gifta þig á næsta ári? Brúðarkjólatískan fyrir árið 2019 er komin út