fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Óskar Páll segir ríkisstjórnina vísvitandi, með ásetningi og vilja, gera allt til þess að gera fæðingu sonar hans ömurlega og lífshættulega

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 2. júlí 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Páll Elfarsson og unnusta hans eiga von á sínu öðru barni í næsta mánuði. Óskar er spenntur fyrir komandi tímum en von er á litlum strák í heiminn. Fyrir eiga þau rúmlega tveggja ára gamla dóttur.

Þrátt fyrir eftirvæntingu eru Óskar og unnusta hans jafnframt með miklar áhyggjur. Áhyggjur þeirra má rekja til uppsagna ljósmæðra og þeirra breytinga sem yfirvofandi eru vegna þeirra.

Fyrsta og stærsta verkefnið á lífsleiðinni er að mæta í heiminn og lifa það af

„Nú stefni ég á að eignast strák í næsta mánuði. Ég get ekki beðið eftir að kynnast honum og fara með honum í gegnum lífsins ólgusjó. Fyrsta verkefnið okkar saman og eitt það stærsta sem hann mun taka sér fyrir hendur á lífsleiðinni verður að mæta í þennan heim. Að taka sinn fyrsta andardrátt og hreinlega lifa það af…“ Segir Óskar í einlægri færslu sinni á samfélagsmiðlinum Facebook.

„Það er svo magnað að það verður á sama tíma eitt stærsta verkefni móður hans á hennar lífsleið. Lífshættulegt verkefni með óbærilegum sársauka ásamt gríðarlegum líkamlegum afleiðingum. Það gerir það að verkum, að þó svo að ég sé hálf gagnslaus í þessu öllu saman, þá er þetta eitt mikilvægasta augnablik ævi minnar og það eina sem ég hugsa um er hversu heitt ég vona að þetta gangi nú vel og þau fái bæði alla þá þjónustu sem hægt er að veita í þessari veröld.“

Öryggi og velferð barna og mæðra ekki þess virði að borga fyrir

Óskar segir ríkisstjórnina vísvitandi, með ásetningi og vilja, gera allt sem þau geta til þess að gera fæðingu sonar þeirra ömurlega og hreinlega lífshættulega.

„Þau sem sitja í ríkisstjórninni minni, þau sem vinna fyrir mig og eiga að sjá til þess að líf mitt sé bærilegt. Þau, vísvitandi með ásetningi og vilja, gera allt sem þau geta til þess að gera þessa stund ömurlega og hreinlega lífshættulega. Þau vilja ekki að fjölskyldan mín njóti sjálfsagðrar og nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu. Ástæðan er hlægileg og ómerkileg, verðlausar íslenskar krónur sem þau segjast ekki geta borgað fyrir þetta. Öryggi og velferð barna og mæðra þeirra er ekki svona mikils virði segja þau. En það er ekkert mál að borga þetta, hreint út sagt bara alls ekki. Það eina sem þarf er bara að ákveða að gera það.“

Óskar segir í samtali við blaðamann að þetta mál sé mjög stórt og að mikilvægt sé að vekja umræðu á því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“

Hvetur United til að horfa í óvænta átt: Harðhausinn aftur heim? – ,,Gæti smellpassað“