Bleikt

Keyrt var á tík Ernu og stungið af: „Hjartað þitt sló síðustu slættina í höndunum á ókunnugri konu sem veitti þér hjálparhönd“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 2. júlí 2018 13:00

„Elsku engillinn minn, lífið verður ekki eins án þín. Þessa litlu stund sem við áttum saman verður mér minning sem aldrei mun fara. Þú áttir hjartað mitt og því mun ég aldrei gleyma.“

Erna er í molum eftir atvikið

Á þessum orðum hefst hjartnæm færsla Ernu Christiansen sem missti í dag rúmlega þriggja ára gamla tík sína, Visku, sem varð fyrir bíl.

Á sunnudagskvöldið var Viska úti í garði eins og svo oft áður, þegar henni tókst að smeygja sér í gegnum litla rifu á girðingu sem Erna vissi ekki af. Erna hafði farið inn til þess að sækja nammi fyrir Visku og þegar hún kom til baka var hún horfin.

Erna biður fólk að stöðva bifreið sína þegar um slík slys er að ræða

Erna setti stöðuuppfærslu á samfélagsmiðla þar sem hún bað fólk um að hafa auga með Visku sem var af tegundinni Russian Toy sem er lítil tegund. Fjöldi fólks hjálpaði Ernu við leitina af Visku en því miður fannst hún illa farin eftir að bíll hafði keyrt á hana og ekki stöðva bifreið sína til þess að gá að henni.

„Þegar amma þín kom grátandi niður til mín eftir erfitt símtal við konu sem varð vitni af því þegar fávitinn keyrði á þig og gat ekki stoppað til þess að tékka á þér. Hjartað þitt sló síðustu slættina í höndunum á ókunnugri konu sem veitti þér hjálparhönd.“

Viska þegar hún var enn á lífi

Erna keyrði með brotið hjarta og uppgefin til þess að sækja Visku eftir að hafa fengið fréttirnar.

„Ég vildi ekki trúa því að þú værir farin svona snemma. Þú sem varst aldrei vön að fara eitthvert og varst minn tryggi félagi. Þú verður ávallt hjá mér í hjarta. Hvíldu í friði elsku prakkarinn minn, lífið verður sko ekki eins án þín.“

Erna, sem er ræktandi tegundarinnar Russian Toy á Íslandi er miður sín vegna atburðarins. Vill hún vekja athygli fólks á því að stöðva bifreið sína ef svo illa vill til að það keyri óvart á dýr. Þó ekki sé nema bara til þess að tilkynna eiganda um slysið.

„Það er mikilvægt að hjálpa dýrinu eins og þú mögulega getur, bíða eftir eigandanum og fara með dýrið upp á dýraspítala ef þess þarf. Hugsaðu þig líka tvisvar sinnum um áður en þú keyrir í burtu. Þetta er dýr sem einhver elskar. Þetta er fjölskyldumeðlimur.“

 

 

 

 

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV. Hún hefur stundað nám við félagsfræði, fjölmiðlafræði, leikstjórn og framleiðslu.

Netfang: anita@pressan.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 4 dögum

Töfralausnin er fundin: Svona á ekki að geyma kartöflur

Töfralausnin er fundin: Svona á ekki að geyma kartöflur
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Sorgin sem fylgir því að hætta barneignum: „Með öllum fyrstu skiptunum sem líða eru alveg jafn mörg síðustu skipti“

Sorgin sem fylgir því að hætta barneignum: „Með öllum fyrstu skiptunum sem líða eru alveg jafn mörg síðustu skipti“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Rósa sér eftir því að hafa keppt í módelfitness: „Ég þróaði með mér kvíða félagsfælni, þunglyndi og átröskun. Allt í þeim eina tilgangi að verða fit og mjó“

Rósa sér eftir því að hafa keppt í módelfitness: „Ég þróaði með mér kvíða félagsfælni, þunglyndi og átröskun. Allt í þeim eina tilgangi að verða fit og mjó“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Howard er 93 ára og syngur til konu sinnar á dánarbeðinu – Sjáðu myndbandið sem framkallar bæði gæsahúð og tár

Howard er 93 ára og syngur til konu sinnar á dánarbeðinu – Sjáðu myndbandið sem framkallar bæði gæsahúð og tár
Bleikt
Fyrir 1 viku

Ingibjörg Eyfjörð: „Það er eins og ég hafi misst eldmóðinn, dottið niður fjórar hæðir og lent beint á andlitinu“

Ingibjörg Eyfjörð: „Það er eins og ég hafi misst eldmóðinn, dottið niður fjórar hæðir og lent beint á andlitinu“