fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
Bleikt

Hin hliðin á Sigga Hlö: „Dó ekki úr leiðindum“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 1. júlí 2018 20:00

Sigurður Hlöðversson, útvarpsmaður, plötusnúður og fararstjóri með meiru, fagnaði nýlega 10 ára afmæli útvarpsþáttarins Veistu hver ég var? Siggi Hlö sýndi á sér hina hliðina, staddur í Berlín með hóp á vegum ferðaskrifstofunnar Visitor á On the Run tónleikum Beyoncé og Jay Z.

Ef þú þyrftir að breyta, hvað myndirðu vilja heita annað en Sigurður Helgi eða vera annað en Siggi Hlö?
Úff … væri til í eitthvað nafn sem Mannanafnanefnd hefur hafnað.

Hverjum líkist þú mest?
Það segja allir að ég sé alveg eins og móðir mín heitin og mér líkar það vel.

Í hverju finnst þér þú vera betri en aðrir?
Í golfi. Skorið kemur mér samt alltaf í vandræði.

Hvað finnst þér að eigi að kenna í skólum sem er ekki kennt þar núna?
Almenna mannasiði og kurteisi mætti alveg setja í forgang.

Ef þú þyrftir að eyða 1 milljón á klukkutíma, í hvaða verslun færirðu?
Jón og Óskar á Laugavegi að kaupa feitan demant handa eiginkonunni.

Hvað viltu að standi skrifað á legsteininum þínum?
Dó ekki úr leiðindum.

Sex ára barn spyr þig hvort að jólasveinninn sé til. Hvernig svarar þú?
Auðvitað er jólasveinninn til. Jólin eru ekkert án jólasveinsins.

Ef þú mættir velja eitt lag sem yrði alltaf spilað um leið og þú gengir inn í herbergi allt þitt líf, hvaða lag myndirðu velja?
The way life´s meant to be með ELO.

Hvaða lag hefðir þú viljað hafa samið?
Billie Jean með Michael Jackson.

Hvaða lag skammastu þín mest fyrir að hafa haldið upp á?
Wannabe með Spice Girls.

Ef þú þyrftir að dansa til að bjarga lífinu, undir hvaða lagi myndirðu vilja dansa?
Who let the dogs out.

Hvað ætti ævisagan þín að heita?
Meistari, meistari, meistari.

Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast?
Dumb and Dumber.

Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er það ekki lengur?
80´s tískan frá mínum tíma er öll að koma aftur en líklega eru það ennisbönd.

Yfir hverju getur þú alltaf hlegið?
Frasier-þáttunum.

Borðarðu mat sem er kominn fram yfir síðasta söludag?
Nei, helst ekki, er með einhverja fóbíu fyrir því.

Heilsarðu frægum Íslendingum úti á götu, þó þú þekkir þá ekki persónulega?
Já, það geri ég.

Hverju laugstu síðast?
Ég er lélegasti lygari í heimi. Finnst best að segja bara alltaf satt, þá þarf maður ekki að muna hverju maður laug síðast.

Um hvað geta allir í heiminum verið sammála?
Að vilja heimsfrið.

Á hvern öskraðirðu síðast?
Leikmenn Víkings í fótbolta. Þurfti að hvetja þá til sigurs.

Hvaða einstakling finnst þér þú þekkja, þó þú hafir aldrei hitt hann?
Sir Alex Ferguson.

Hvað er það merkilegasta sem hefur gerst í heiminum á þínum líftíma?
Tölvuöldin.

Hvaða hljóð fer mest í taugarnar á þér?
Hrotur.

Hvaða frægu persónu leistu upp til en sérð eftir því í dag?
Michael Jackson.

Hver er mest kynæsandi teiknimyndapersónan?
Strympa.

Hvaða viðburð sérðu mest eftir að hafa misst af?
Tónleikum með George Michael.

Hver er lélegasti fimmaur sem þú hefur heyrt?
Maður á aldrei að slást við ófrítt fólk … það er eins og það hafi engu að tapa.

Hver er versta vinnan sem þú hefur unnið?
Ég hef verið mjög heppinn hvað varðar vinnu. Öll störf hafa verið skemmtileg en fáein verkefni verið hundleiðinleg en það þarf víst líka að klára þau.

Hvert er þitt stærsta líkamlega afrek í lífinu?
Að slá 300 m golfhögg. Það var geggjað.

Í hvaða íþróttagrein finnst þér að keppendur ættu að leika ölvaðir?
Skák. Það væri massa fyndið.

Hvaða kvikmynd þætti þér helst við hæfi að breyta í söngleik?
Godfather.

Hvað verður orðið hallærislegt eftir 5 ár?
Veip-reykingar.

Ef þú yrðir handtekinn án skýringa, hvað myndu vinir þínir og fjölskylda halda að þú hefðir gert af þér?
Neitað að spila You never walk alone á balli þar sem ég er Dj. Læt frekar handtaka mig.

Hvaða teiknimyndapersónu myndirðu vilja eiga sem vin?
Mér finnst Hómer Simpson vera vinur minn nú þegar. Við erum nokkuð líkir.

Hvað ættu allir að prófa að minnsta kosti einu sinni í lífinu?
Sjá leik með Manchester United á Old Trafford.

Hvað myndirðu segja ef Guð hnerraði?
Ertu með ofnæmi?

Ef þú myndir borða sjálfan þig, hvort myndirðu hverfa eða tvöfaldast?
Vá … þvílíkt hlaðborð sem það væri. Myndi hverfa.

Ef þú værir ritstjóri dagblaðs og sama daginn myndi Lagarfljótsormurinn finnast, Frikki Dór vinna Júróvisjón fyrir Íslands hönd og Donald Trump vera myrtur. Hver væri stærsta fyrirsögnin í blaðinu þínu daginn eftir?
Ormur myrtur í Eurovision.

Ef þú kæmir einn daginn heim úr vinnunni og þar væri enginn nema Geir Ólafsson í sturtu, myndirðu hringja í lögregluna?
Alls ekki. Við Geir erum miklir vinir. Ég myndi rétta honum handklæði.

Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi?
Að skemmta sér og hafa gaman af tilverunni.

Hvað er fram undan um helgina?
Útvarpsþáttur, golf og faðmur fjölskyldunnar.

 

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Tík Ingu Dóru blessuð við hátíðlega athöfn

Tík Ingu Dóru blessuð við hátíðlega athöfn
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Íslenskar konur lýsa perrum í vinnunni: „Viðskiptavinur reyndi að kyssa mig á munninn fyrir góða þjónustu“

Íslenskar konur lýsa perrum í vinnunni: „Viðskiptavinur reyndi að kyssa mig á munninn fyrir góða þjónustu“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Margrét Gnarr birtir sláandi mynd: Þarna var hún heltekin af líkamsrækt – „Ég er á góðum stað núna“

Margrét Gnarr birtir sláandi mynd: Þarna var hún heltekin af líkamsrækt – „Ég er á góðum stað núna“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hvernig túlka börn tilfinningar sínar? – „Ég elska einhvern þá vil ég knúsa“

Hvernig túlka börn tilfinningar sínar? – „Ég elska einhvern þá vil ég knúsa“