fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

5 ráð til þess að einfalda heimilisþrifin til muna

Aníta Estíva Harðardóttir
Sunnudaginn 1. júlí 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið erfitt að halda heimilinu alltaf hreinu, sérstaklega þegar börn eru komin í spilið og allir hafa nóg að gera. Dót, drasl og ryk er fljótt að safnast saman og áður en þú veist af líður þér eins og þrifin séu orðin að óyfirstíganlegu verkefni.

Það er því gott að vinna í litlum skrefum og gera alltaf eitthvað smá á hverjum degi svo verkefnin safnist ekki upp.

  1. Það er alltaf gott að hafa skipulag. Byrjaðu á því að útbúa lista af öllum þeim verkefnum sem þig langar til þess að ljúka við. Prófaðu að skipta listanum niður eftir herbergjum og þá getur þú strikað út hvert herbergi af listanum fyrir sig þegar verkinu er lokið. Það getur líka verið gott að raða húsverkunum upp eftir tíðni þeirra, til dæmis hversu oft þú ryksugar eða þurrkar af.
  2. Ef þú átt börn eða maka þá getur verið sniðugt að prófa að hafa þrifadag þar sem öll fjölskyldan tekur þátt. Hægt er að verðlauna börnin fyrir að vera dugleg. Börn geta hæglega þurrkað af og gengið frá dóti, passaðu bara að láta þau ekki fá of flókin verkefni til þess að byrja með.
  3. Passaðu þig á því að vera ekki að erfiða þér verkin. Byrjaðu til dæmis ofarlega í hverju rými fyrir sig og svo vinnur þú þig hægt og rólega niður. Þú byrjar á því að þurrka rykið af ljósum, gluggum og lofti áður en þú ferð að ryksuga, rykið fellur niður og því væri það tvíverknaður að byrja á gólfunum. Gólfin eiga alltaf að vera það síðasta sem þú þrífur.
  4. Sparaðu þér skrefin með því að þrífa eitt herbergi í einu. Þá ert þú með minni verkefni í einu og sérð árangurinn strax.
  5. Það er alltaf gott að endurvinna. Losaðu þig við fatnað, eldhústæki, raftæki og barnadót sem þið eruð hætt að nota og gefið í Góða hirðinn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“

Hrafnkell telur að margir sérfræðingar hafi „prjónað yfir sig“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Dæmd fyrir líkamsárás á hvort annað

Dæmd fyrir líkamsárás á hvort annað
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar

Þetta stendur á veggnum þegar leikmenn City fara á æfingar
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.