fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
Bleikt

Hrakfarir Guðrúnar Bínu og Úlfars – Sendi kærastann með öðru flugi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 30. júní 2018 10:00

Guðrúnu Bínu Grundfjörð var boðið af foreldrum sínum til Madrid á Spáni. Með í för eru systkini hennar og svo Úlfar Júlíusson kærasti hennar. Foreldrar hennar höfðu greitt flugmiða fyrir börnin en eftir að Guðrún Bína hafði fengið góðfúslegt leyfi foreldra sinna til að bjóða kærasta sínum með í ferðina. Settist hún fyrir framan tölvuna til að ganga frá kaupum á miða fyrir kærastann Úlfar en tilhlökkunin var mikil að fara í sína fyrstu utanlandsferð saman.

Þegar fjölskyldan mætti út á flugvöll, alsæl með að vera á leið úr hráslaganum á Íslandi í sólina á Spáni kom í ljós að Guðrún Bína og fjölskylda hennar átti öll bókað far með Primera en hún hafði bókað Úlfar með vél WOWair.

„Ég gúgglaði sunnudagsflug til Spánar klukkan hálf sex og fann miða með WOWair. Ég taldi að það væri okkar vél en svo var ekki,“ segir Guðrún Bína og hlær að hrakförunum. Hún bætir við að Úlfar hafi fengið sæti við hliðina á konu sem hafi kennt heil ósköp í brjóst um hann. Vél WOWair og Primera lögðu svo af stað á svipuðum tíma frá Keflavík.

„Vandræðum okkar lauk þó ekki þarna. Okkar flugvél gat ekki lent strax vegna tæknilegra örðugleika og sveif í kringum Alicante í um klukkutíma. Úlfar neyddist því líka til að bíða í um klukkutíma eftir okkur og vissi ekkert hvað hafði komið fyrir.“

Guðrún Bína og Úlfar eru nú komin til Madrid til að skemmta sér á tónlistarhátíðinni Download festival. Þar stíga á svið Marilyn Manson, Ozzy Osbourne og Guns n Roses.

„Ég fékk ekki að sjá um miðakaup á hátíðina af hræðslu við að lenda á lítilli kántríhátíð úti í sveit. Við komum svo heim á mánudaginn,“ segir Guðrún Bína og bætir við hlæjandi: „Við komum svo heim á mánudaginn, og þá með sama flugfélagi.“

Ritstjórn DV
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Tík Ingu Dóru blessuð við hátíðlega athöfn

Tík Ingu Dóru blessuð við hátíðlega athöfn
Bleikt
Fyrir 3 dögum

Íslenskar konur lýsa perrum í vinnunni: „Viðskiptavinur reyndi að kyssa mig á munninn fyrir góða þjónustu“

Íslenskar konur lýsa perrum í vinnunni: „Viðskiptavinur reyndi að kyssa mig á munninn fyrir góða þjónustu“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Margrét Gnarr birtir sláandi mynd: Þarna var hún heltekin af líkamsrækt – „Ég er á góðum stað núna“

Margrét Gnarr birtir sláandi mynd: Þarna var hún heltekin af líkamsrækt – „Ég er á góðum stað núna“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hvernig túlka börn tilfinningar sínar? – „Ég elska einhvern þá vil ég knúsa“

Hvernig túlka börn tilfinningar sínar? – „Ég elska einhvern þá vil ég knúsa“