Bleikt

Ásta Garðars í nýju hlutverki – Ömmustúlka mætt í heiminn

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 30. júní 2018 14:00

Þann 26. júní síðastliðinn var flaggað um allt land, enda afmælisdagur Guðna Th., forseta okkar, og stórafmæli í þokkabót, 50 ára. Sá dagur mun þó líklega hafa aðra þýðingu í framtíðinni fyrir Ástu Hrafnhildi Garðarsdóttur, sem fylgt hefur þjóðinni í fjölmörg ár, sem blaðamaður, ritstjóri Séð og heyrt, kennari í Garðabæ og síðast en alls ekki síst, sem Ásta og Keli í Stundinni okkar. Þennan dag fékk hún fyrsta ömmubarnið í heiminn og getur því bætt nýju hlutverki á ferilskrána sína.

„A true lady is never late, she just arrives in her own sweet time,“ segir Ásta á Facebook-síðu sinni. „Undurfalleg óræð blanda foreldra sinna. „Samt alveg eins og amma sín“, hefði langamman staðhæft á innsoginu og drepið í um leið … mér sýnist hafa stytt upp.“

Foreldrar ömmubarnsins eru elsti sonur Ástu, Garðar B. Sigurjónsson, handboltakappi með Stjörnunni, nemi til löggildingar fasteignasala og fyrrverandi blaðamaður á Séð og heyrt. Barnsmóðir hans er kærastan og Eyjamærin, Sandra Dís Pálsdóttir, sem starfar á 101 hárhönnun. Þau kynntust á sínum tíma þegar Garðar bað um frí á Séð og heyrt til að skreppa í klippingu og settist í stólinn hjá Söndru, sem heillaði hann upp úr handboltaskónum, um leið og hún græjaði hár hans. Segir Garðar það næstbestu ákvörðun sína að hafa farið í klippingu og heillast af Söndru og þá bestu að hafa tekið skrefið og boðið henni út.

Við óskum hinum nýbökuðu foreldrum og ömmu innilega til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn.

Ragna Gestsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 1 viku

Björgvin sýnir hina hliðina: „Ég myndi gefa Geir Ólafs hárblásarann minn, ég þarf hann ekki lengur“

Björgvin sýnir hina hliðina: „Ég myndi gefa Geir Ólafs hárblásarann minn, ég þarf hann ekki lengur“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Rósa sér eftir því að hafa keppt í módelfitness: „Ég þróaði með mér kvíða félagsfælni, þunglyndi og átröskun. Allt í þeim eina tilgangi að verða fit og mjó“

Rósa sér eftir því að hafa keppt í módelfitness: „Ég þróaði með mér kvíða félagsfælni, þunglyndi og átröskun. Allt í þeim eina tilgangi að verða fit og mjó“