fbpx
Bleikt

Ragga nagli: „Sérðu glæsilega fyrirmynd?“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 28. júní 2018 09:00

Ragga Nagli er klínískur heilsusálfræðingur og einkaþjálfari. Á Facebook heldur hún úti vinsælli síðu þar sem hún birtir reglulega pistla um hreyfingu, mataræði og fleira. Í þeim nýjasta fjallar hún um forsíðu tímaritsins ESPN en hana prýðir bandaríski hafnaboltaleikmaðurinn Lauren Chamberlain, sem er 24 ára og situr hún fyrir nakin.

Við gefum Röggu nagla orðið:

Hvað sérðu þegar þú horfir á þessa konu?

Feitan malla.
Ástarhandföng
Nafladellur
Bingóvængi
Appelsínulæri

Slátrar kexpakka í laumi bak við hurð.
Étur lakkrís á bílastæðinu svo enginn sjái.
Felur sellófanið fyrir makanum.
Pantar salat með vinkonunum en slátrar svo Oreo í bílnum.
Hamast svo á þrekstiganum í samviskubiti.

Eða sérðu börger með makanum?
Ribeye steik með mömmu og pabba.
Öllara á fimmtudegi.
Hnébeygjur á laugardegi.
Óvissuferð og snakkpoka.
Fjallgöngu með vinkonunum

Sérðu glæsilega fyrirmynd?
Framúrskarandi íþróttakonu sem mölbrýtur glerþak óínáanlegra fegðurðarviðmiða samtímans.

Sérðu nautsterka handleggi sem sveifla kylfu eins og saumnál.

Sérðu kviðvöðva sem knýja hina fullkomnu sveiflu sem kyssir boltann í loftinu.

„Það er ekkert meira badass en að horfa á knöttinn svífa í heimahöfn“

Sérðu þykk læri sem keyra upp spretti eins og kjarnorkuver.
Já og hún elskar réttstöðulyftu.

Facebooksíða Röggu nagla.

Ragna Gestsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

Nú getur þú kúkað glimmeri – En við mælum ekki með því

Nú getur þú kúkað glimmeri – En við mælum ekki með því
Bleikt
Í gær

Barnalæknar vara foreldra við notkun göngugrinda fyrir börn

Barnalæknar vara foreldra við notkun göngugrinda fyrir börn
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Tobba og Kalli telja niður í settan dag – Grenja?

Tobba og Kalli telja niður í settan dag – Grenja?
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Átta týpur af geirvörtum – Hvaða týpu ert þú með?

Átta týpur af geirvörtum – Hvaða týpu ert þú með?
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Eva Rún var ósátt við nýja pabba sinn: „Mér fannst hann ekkert eiga að skipta sér af mér og mínu lífi“

Eva Rún var ósátt við nýja pabba sinn: „Mér fannst hann ekkert eiga að skipta sér af mér og mínu lífi“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Þórey hefur barist lengi við kvíða: „Við erum manneskjur sem reynum að lifa af í samfélagi nútímans“

Þórey hefur barist lengi við kvíða: „Við erum manneskjur sem reynum að lifa af í samfélagi nútímans“
Bleikt
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegt myndband af því sem Katrín Jakobs talaði um í gær: Barn hvolfir í sundlaug á meðan móðirin er í símanum

Óhugnanlegt myndband af því sem Katrín Jakobs talaði um í gær: Barn hvolfir í sundlaug á meðan móðirin er í símanum
Bleikt
Fyrir 6 dögum

„Ég sá enga aðra leið úr þessu ástandi en að gleypa hálfan pilluskápinn og binda snöru á ljósakrónuna“

„Ég sá enga aðra leið úr þessu ástandi en að gleypa hálfan pilluskápinn og binda snöru á ljósakrónuna“