fbpx
Mánudagur 21.janúar 2019
Bleikt

Faðir og fyrrum umboðsmaður Michael Jackson látinn

Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 27. júní 2018 17:26

Umboðsmaðurinn Joe Jackson, faðir stórstjarnanna Michael og Janet Jackson, lést í nótt, 89 ára gamall, af völdum krabbameins. Jackson hafði átt í mikilli baráttu við sjúkdóminn undanfarin ár og fékk heilablóðfall árið 2015 og þrjú hjartaáföll á sama ári.

Segja má að Jackson, sem var ellefu barna faðir, hafi verið afar umdeildur maður og var hann þekktur fyrir að gera strangar kröfur til barna sinna. Árið 1993 opinberaði Michael, sem lést í júní árið 2009, í viðtali við Opruh Winfrey hvernig hann kom fram við sig og systkini hans. Michael sagði þá að faðir þeirra og umboðsmaður hljómsveitarinnar The Jackson 5 hafi reglulega slegið sig með belti við hönd og hótað systkinunum öllu illu ef frammistaða þeirra á sviði væri ekki fullkomin að hans mati.

Heimildir fréttamiðilsins TMZ segja að Jackson hafi verið á leiðinni heim til sín í Las Vegas til að eyða síðustu dögum sínum þar en hafi svo verið of veikburða til að ferðast. Eiginkona hans, Katherine, ásamt barnabörnunum, voru þó við hans hlið á síðustu augnablikunum.

Þeir feðgar saman.
The Jackson 5: Joe með sonum sínum, Jackie, Tito, Michael, Marlon, Randy og Jermaine.
Joe Jackson, árið 1982.
Tómas Valgeirsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Tík Ingu Dóru blessuð við hátíðlega athöfn

Tík Ingu Dóru blessuð við hátíðlega athöfn
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Íslenskar konur lýsa perrum í vinnunni: „Viðskiptavinur reyndi að kyssa mig á munninn fyrir góða þjónustu“

Íslenskar konur lýsa perrum í vinnunni: „Viðskiptavinur reyndi að kyssa mig á munninn fyrir góða þjónustu“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Margrét Gnarr birtir sláandi mynd: Þarna var hún heltekin af líkamsrækt – „Ég er á góðum stað núna“

Margrét Gnarr birtir sláandi mynd: Þarna var hún heltekin af líkamsrækt – „Ég er á góðum stað núna“
Bleikt
Fyrir 5 dögum

Hvernig túlka börn tilfinningar sínar? – „Ég elska einhvern þá vil ég knúsa“

Hvernig túlka börn tilfinningar sínar? – „Ég elska einhvern þá vil ég knúsa“