fbpx
Bleikt

Broddi var fastur í hatri og reiði en þakkar nú stjúppabba dóttur sinnar – „Það var stingur í hjartað. Ég er pabbi þinn, hugsaði ég, ekki Ari“

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 27. júní 2018 10:10

„Eins og flestir sem þekkja mig vita, er ekkert sem skiptir mig meira máli heldur en dóttir mín hún Sunneva Ósk. Því miður bý ég í Reykjavík og hún hjá mömmu sinni og stjúppabba á Akureyri. Nýlega ákvað ég að skipta um vinnu til þess að geta hitt hana vikulega, þó ekki nema í nokkrar klukkustundir í einu.“

Þetta segir Broddi Ottesen í pistli sem hefur vakið athygli. Í samtali við Bleikt kveðst hann þakklátur fyrir þann fjölda skilaboða sem honum hefur borist í kjölfarið. Segist hann vonast til þess að boðskapurinn muni berast þangað sem hann á heima. Broddi og barnsmóðir hans Ara Dan Pálmadóttir hættu saman þegar Sunneva dóttir þeirra var um eins árs gömul. Ekki leið á löngu þar til Ara Dan hóf sambúð með fyrri maka sínum aftur. Þótti Brodda afar erfitt að takast á við þær tilfinningar sem upp komu í kjölfarið og fann til afbrýðisemi. Hann opnar sig á einlægan hátt um það sem margir foreldrar ganga í gegnum og þurfa að sigrast á.

Erfiðir mánuðir í hatri og reiði

„Þegar við Ara hættum saman þegar Sunneva var orðin eins árs gömul, hrundi heimurinn. Það þýddi að ég myndi ekki fá að alast upp með Sunnevu mér við hlið á hverjum degi. Við vorum með hana til skiptis til að byrja með en svo riðlaðist það þegar ég flutti suður í nám og Ara Dan á Bifröst í nám.“

Broddi festist fyrir sunnan í námi á meðan Ara Dan hóf sambúð með fyrri maka sínum og flutti aftur norður með dóttur þeirra.

„Það sem mér fannst verst var að hún byrjaði með honum aftur. Við tóku nokkrir mánuðir af hatri og reiði en svo auðvitað áttuðum við okkur á því að við gátum ekki látið Sunnevu finna fyrir slíkum tilfinningum. Svo eftir nokkra mánuði þá gat ég látið tilfinningar mínar til hliðar, þar sem jú tilfinningar Sunnevu voru mikilvægari.“

Broddi segist hafa látið ýmis orð flakka sem hann sér eftir í dag.

„Ég hef aldrei beðist afsökunar á þeim orðum sem ég lét flakka en ég geri það hér með. Fyrirgefið mér þau orð sem voru sögð.“

Man eftir tilfinningunni þegar dóttir hans talaði um hinn pabbann

Segist Broddi vel muna eftir þeirri tilfinningu sem hann fékk í hvert skipti sem Sunneva dóttir hans talaði um hinn pabba sinn sem heitir Ari.

„Það var stingur í hjartað. Ég er pabbi þinn, hugsaði ég, ekki Ari. Ég mun alltaf vera bara pabbi þinn, ég læt engan koma í staðinn fyrir mig. Ég tala nú ekki um þegar ég sá Pétur bróðir minn faðma að sér Ara þegar við vorum á djamminu í eitt skipti rétt eftir sambandsslitin þegar hann var kominn inn í líf Sunnevu. Ég ætlaði að afneita bróður mínum, það særði mig svo að ég hljóp grenjandi í burtu.“

Broddi er sjálfur skilnaðarbarn og þegar hann var ungur fann hann oft fyrir vanlíðan út af samskiptaleysi foreldra sinna.

„Oftar en ekki hefur mér fundist faðir minn ekki hafa verið til staðar þegar ég hef leitað til hans. Vanlíðanin sem allt þetta dæmi hefur komið með er ótrúlega mikil. Gott dæmi um það er að nú á fimmtudaginn verður prinsessan sjö ára og oft kemur það fyrir þegar við pabbi tölum saman að hann man ekki hvað hún heitir. Sá stingur maður! En sem betur fer á ég frábæran stjúpföður sem er mér sem faðir og hefur verið frá því að ég man eftir mér. Margt á ég honum að þakka og klárlega hefur hann haft jákvæð áhrif á mig.“

Stjúppabbi dóttur hans á þakklæti skilið

Broddi segir það skipta sig miklu máli að hann muni alltaf vera til staðar fyrir dóttur sína.

„Ég vil ekki að hún finni fyrir þessari vanlíðan sem ég hef fundið. Ég veit vel að ég hef ekki brugðist Sunnevu á neinn hátt. Hún elskar mig jafn mikið og ég dýrka hana og dái. En sá sem á þakklætið skilið er Ari. Sunneva hefur blómstrað undir vængnum hjá Öru Dan og Ara og hún elskar hann af öllu hjarta. Það gleður mig svo hvað hún talar fallega um hann og allar sögurnar sem hún segir mér af þeim. Hann hefur hugsað um hana frá fyrsta degi sem þau Ara Dan tóku saman og verið faðir hennar frá þeim degi.“

Broddi starfar sem kokkur á skipi þar sem löndun fer fram á Akureyri eða Dalvík og í gær lenti hann í vandræðum þegar hann átti tíma með dóttur sinni.

„Ég kom í land í gær og var bíllaus. Ég tók leigubíl til þess að sækja Sunnevu og þá tekur Ari á móti mér og býður mér inn á meðan Sunneva tekur sig til. Hann býður mér kaffi og við spjöllum aðeins saman. Ég segi honum frá bílaveseninu og hann var ekki lengi að bjóða mér bílinn þeirra svo ég gæti átt góðan dag með Sunnevu. Mér fannst þetta það besta sem einhver hefur gert fyrir mig lengi.“

Heppin að eiga tvo pabba

Broddi segir að fyrir mörgum sé þetta kannski ekki mikill greiði en að fyrir honum hafi hann þýtt svo mikið.

„Mikið er nú gaman að sjá hvað þið eruð góðir vinir,“ sagði Sunneva þegar ég leiddi hana niður stigann þegar við vorum að fara. Ég er stoltur og glaður að fá að deila stúlkunni minni með Ara og ég er ánægður fyrir hennar hönd að hún hafi hann líka til þess að leita til. Ég er búinn að vera hálf grátandi yfir þessu hérna á meðan ég elda fyrir 18 karla. Mikið er hún heppin að eiga tvo pabba.“

Broddi segist vona að saga hans geti hjálpað einhverjum foreldrum að slíðra sverðin.

„Munið hvað skiptir virkilega máli, það eru ekki ykkar tilfinningar, heldur tilfinningar barnanna. Þau finna alltaf fyrir því ef það eru ósætti á milli foreldra.“

Aníta Estíva Harðardóttir
Aníta Estíva Harðardóttir er umsjónarmaður Bleikt á DV. Hún hefur stundað nám við félagsfræði, fjölmiðlafræði, leikstjórn og framleiðslu.

Netfang: anita@pressan.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Drengirnir eru fundnir

Ekki missa af

Bleikt
Í gær

6 góð ráð gegn meðgöngukláða

6 góð ráð gegn meðgöngukláða
Bleikt
Í gær

Nú getur þú kúkað glimmeri – En við mælum ekki með því

Nú getur þú kúkað glimmeri – En við mælum ekki með því
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli

Ósáttur faðir hefur fengið nóg og húðskammar dóttur sína – Myndbandið sem hefur vakið heimsathygli
Bleikt
Fyrir 2 dögum

Tobba og Kalli telja niður í settan dag – Grenja?

Tobba og Kalli telja niður í settan dag – Grenja?