fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024

Osta- og beikonfyllt avacadó að hætti Laufeyjar Ingu

Vynir.is
Þriðjudaginn 26. júní 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er ég í fæðingarorlofi og maður getur orðið mjög hugmyndasnauður og hreint út sagt latur að útbúa sér eitthvað að borða. Tala nú ekki um ef það á að vera næringarríkt. Ég vinn í eldhúsi og hef mikinn áhuga á eldamennsku. Ég er alltaf að leita mér af nýjum, góðum og fljótlegum uppskriftum sem ég get skellt i hérna heima.

Ég útbjó mér þennan rétt fyrir helgi og hann kom svo rosalega á óvart að ég verð að deila uppskriftinni með ykkur. Rétturinn er LKL/KETO vænn.

Hráefni:

1 vel þroskað avacadó

3 beikon sneiðar

20 gr spínat

gr ferskur chili

60 gr rifinn ostur

Smjör til steikingar

Salt og pipar eftir smekk

Aðferð :

Fyrst og fremst byrja ég á því að kveikja á ofninum, 200°c undir og yfir.

Næst steikti ég beikonið og skar það niður í litla strimla. Það er auðvitað hægt að nota beikon kurl. Svo skellti ég spínatinu og chiliinu á pönnuna með smjörinu og saltaði (auðvitað misjafnt hvað fólk vill mikið salt og gott að muna að beikonið er vel saltað). Svo blandaði ég ostinum, spínatinu, chiliinnu og beikoninu saman. Næst tók ég avacadóið, skar í tvennt og fjarlægði steininn (ef steinninn er rosa lítill þá mæli ég með því að skafa örlítið innan úr avacadóinu). Svo fyllti ég avacadóið með blöndunni, kryddaði eftir smekk og bakaði í 20 mín. Ég kveikti svo á grillinu í 5 mín bara til að fá ostinn örlítið gylltan en alls ekki nauðsynlegt. Svo er bara að taka það úr ofninum og njóta.

Hægt er að fylgjast með Laufeyju á Instagram undir notendanafninu: lobbzter

Höfundur greinar er Laufey Inga og birtist færslan upphaflega á síðunni Vynir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Samtal Liverpool við Slot virkt

Samtal Liverpool við Slot virkt
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony
Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta

Ólafur Þ. Harðarson: Enginn ágreiningur milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks um opinbera þjónustu og skatta
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.