fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Lausaganga hunda orðið vandamál: „Manni er náttúrulega nóg boðið þegar þeir eru farnir að míga inn til manns“

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 26. júní 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er nánast alltaf hundaskítur í garðinum fyrir framan húsið hjá okkur, alveg óþolandi.“ Segir kona í samtali við blaðamann, sem er komin með nóg af lausagöngu hunda í hverfinu sínu.

Konan sem ekki vill láta nafn síns getið, hefur reglulega kvartað á íbúasíðu á samfélagsmiðlum vegna vandamálsins og hafa margir íbúar tekið undir með henni. Um er að ræða hverfi á holtinu í Hafnarfirði en þar virðist mikið af fólki hleypa hundunum sínum lausum út sem ganga á milli garða og míga og skíta.

Ástæðan fyrir því að konan ákvað að kvarta enn eina ferðina var vegna þess að undanfarið hefur hundur, sem gengur lausagang í hverfinu, komið reglulega heim til hennar og mígið utan í dyrnar hjá henni.

Lausaganga hunda bönnuð í þéttbýli

„Það er algjörlega óþolandi að þurfa að þrífa upp hland í forstofunni. Það tekur hundinn bókstaflega innan við mínútu að hlaupa að húsinu og míga. Fyrir utan það að lausaganga hunda er bönnuð í þéttbýli.“

Konan er sjálf mikill dýravinur og á hún bæði hund og tík sem hún telur líklegt að þessi ákveðni hundur sé að sækjast í.

Hlandið sem berst inn í forstofu konunnar

„Ég held að þetta sé bara eitthvað diss, eitthvað varðandi yfirráðasvæði. Þetta er greinilega alltaf sami hundurinn. Ég hef ekkert neikvætt um gæludýrahald fólks að segja, nema þá helst lausagöngu hunda. Það er þá vegna þessa, hundaskíts út um allt og öryggi annara hunda og barna. Það er alveg sérstaklega mikið um þetta hérna uppi á holti. Ég ætlaði einu sinni að nálgast boxer tík sem var laus. Hún elti konu sem var skíthrædd við hana, hljóp svo að húsinu sínu og hleypti mér ekki nálægt sér og urraði á mig. Ég komst svo að því frá starfsmanni leikskólans þarna nálægt að þessi tík væri oft laus.“

Segir hún vandamálið orðið of algengt í hverfinu og að fólk virðist ekki taka kvartanir alvarlega.

„Ég hef röflað um þetta áður hérna inni. Manni er náttúrulega nóg boðið þegar þeir eru farnir að míga inn til manns!!!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði

Parið vakti athygli allra í gær – Sjáðu hvað þau gerðu meðan heimurinn horfði
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“

Arnar spurður út í ákvörðun sína – „Það er ekkert meira um það að segja“
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu

Byrjunarlið Vals og FH: Markmannsbreyting hjá Hafnfirðingum – Gylfi byrjar gegn uppeldisfélaginu
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð

Ten Hag mun lækka duglega í launum verði hann áfram á næstu leiktíð
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni

Gunnar lokkaði dreng upp í bíl og misnotaði – Drengurinn tók upp hníf og komst úr íbúðinni
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Leið eins og Mary Poppins

Leið eins og Mary Poppins
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.